Réttur


Réttur - 01.01.1980, Side 31

Réttur - 01.01.1980, Side 31
í'íki Bandaríkjanna, — og oístækisfulls afturhalds i landinu.) Þar með væri sani- band við Indland rofið, — og sú umkring- ing Sovétríkjanna, sem Bandaríkin hafa unnið að frá stríðslokum, væri mjög svo aukin og treyst. — Og einmitt þessa um- kringingu óttast Sovétríkin mest af öl lu, enda liafa Sovétþjóðirnar fengið að blæða allra þjóða mest í heimsstríði, Jrar sem slík umkringing var takmarkið og auð- vitað vitnar Sovétstjórnin í samninginn .5. des. 1978 um aðstoð. 2. Vissir alþjóðasinnar í forustu Komm- únistaflokksins sovéska litu áreiðanlega svo á að þeir séu að koma til hjálpar rót- tækum alþýðidlokki, er farið hefur með völd síðan í apríl-byltingunni 1978, en á nú í höggi við uppreisnaröfl afturhalds og heimsvaldasinna og verður fyrir þeirri ógæfu inn á við eftir morð Amins á besta leiðtoganum, Taraki, að hætta sé á upp- lausu, ef ekki er komið til hjálpar. 3. Rétt áður en sovétherinn lætur til skarar skríða í Afghanistan, hefja Banda- ríkin kalda stríðið að nýju með jrví að neyða bandamenn sína í Vestur-Evrópu til þess að samþykkja að setja upp 600 stórvirkustu eldflaugastöðvar í Vestur- Evrópu, sem skotið geta langt inn yfir Sovétríkin. — Þessar eldfiaugastöðvar („Pers- hings 11“ og „Cruise Missiles“) þýða það að í staðinn fyrir að nú gætu liðið 30 mínútur frá því að Nato-ríkin hæfu eld- flaugaárás á Sovétríkin þangað til þau yrðu að svara í sömu mynt, — og þann hálftíma væri hægt að nota til þess að semja og hindra gereyðingu heims- þyggðarinnar, þá væri eftir tilkomu nýju eldflauganna aðeins 6 — sex mínútna frestur til þess að reyna að bjarga heim- inum frá tortímingu. Og það er of stuttur frestur. Breshnev sagði við Chaban-Dehnas, þingforseta Erakklands og fyrrv. forsæt- isráðherra, er hann var í heimsókn í Moskvu í janúarlok: „Við munum aldrei samþykkja að Pershings og Cruise Missiles verði settar upp í Vestur-Evrópu.“ „Spiegel“, hið virta þýska vikurit, sem síst verður sakað um sovétvináttu, segir 4. febr. 1980: „Það er enginn efi á því, að ótti Sovét- ríkjanna, sem olli Kabul-hertökunni, staf- ar af yfirvofandi staðsetningu amerísku Pershing-ll-eldflauga á landsvæði Vest- ur-Þýskalands.“ IV. Veröld á barmi gereyðingarstríðs Carter forseti brást við innrásinni í Afghanistan, sem óður væri. Þetta var forsetakosningaár — og tækifærið skyldi notað til hlítar. Gleyrnt var forsetaheitið frá 1977 um „Upprætingu allra atom- vopna af þessari jörð.“ Hann hafði þegar áður reynt að knýja fram atomeldflaug- arnar í Vestur-Evrópu og nú skyldu Rúss- arnir bannfærðir, viðskiptum hætt, Olympíuleikir á þeirra grund stöðvaðir o. s. frv. Bandaríkin (!) áttu að koma fram sem siðapostuli heimsins, — með 30 ára níðingsverk að baki: allt frá atom- sprengjunum á Hiroshima og Nagasaki 1945 til 7 ára eitur-stríðsins gegn Víet- 31

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.