Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 20

Réttur - 01.01.1980, Page 20
Undirbúningsnefnd KvikmyndahátíSar 1980: Örnólfur Árnason, Thor Vilhjálmsson, Ingibjörg Haraldsdótt- ir, NjörSur P. NjarSvík, Þorsteinn Jónsson. Á myndina vantar SigurS Sverri Pálsson. Á hátíðinni fengum við að sjá tvær mynd- ir hans: Hrajninn (1976) og Með bwidið jyrir augun (1978). Þessar myndir eru hvor um sig mjög góð dæmi um stíl og innihald Saura-kvikmynda. Hrafninn til- heyrir Franco-tímanum, jafnvel þótt hun hafi verið fullgerð eftir lát Francos. Hún er full af táknum, sem gefa henni dulúð- ugt og magnað yfirbragð. Með bundið fyrir augun er aftur á móti mynd nýja tímans, þess tíma sem Spánverjar lifa nú. Báðar þessar myndir eru meðal þess besta sem gert hefur verið á því blómaskeiði kvikmyndalistarinnar sem nú er upp- runnið á Spáni, og sem við eigum von- andi eftir að sjá meira af í reykvískum kvikmyndahúsum. Reyndar hefur Fjala- kötturinn sýnt nokkrar af þessum nýju spænsku myndum, eins og t.d. Veiðiþjóf- ana og Andann í býkúpunni. Auk Wajda-myndanna voru sýndar þrjár aðrar myndir frá Austur-Evrópu: Ófullgerl lónverk jyrir sjálfsjjilandi píanó (Sovétríkin 1977), Eplaleikur (Tékkósló- vakía 1976) og Níu rnánuðir (Ungverja- land 1976). Fyrir börn voru einnig sýnd- ar tvær tékkneskar teiknimyndir af fullri lengd: Uppreisnarmaðiirinn Júrkó og Krabat. Sovéska myndin var gerð eftir leikriti Tsékhofs, „Ivanof", og var eink- um athyglisvert hversu vel leikstjóranum, Nikita Mikhalkof, tókst að skapa trúverð- ugt andrúmsloft Tsékhof-tímans og hve frábærlega leikurunum tókst að koma til skila því grátbroslega og jafnframt harm- ræna í persónum Tsékhofs. í Sovétríkj- 20

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.