Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 42
Reyndar er líka óhætt að staðhæfa það nú, að sósíalistar voru á sama hátt helsti drifkrafturinn í hinum ýmsu samtökum utan Alþingissem um lengri eða skemmri tíma hafa barist gegn hernáminu. For- ystumenn Sósíalistaflokksins eða „al- ræmdir kommúnistar" forðuðust hinsveg- ar yfirleitt að vera oddvitar þessara sam- taka vegna rússagrýlunnar í kalda stríð- inu. Það var af samskonar ástæðum og þegar kommúnistinn Jón Rafnsson, einn af brautryðjendum og stofnendum Sam- bands íslenskra berklasjúklinga, neitaði að vera í stjórn sambandsins, af því hann óttaðist með réttu, að nafn hans og orð- spor kynni að verða misnotað til að spilla fyrir þessum þjóðþrifasamtökum. Mann- fyrirlitningin svífst einskis. í eldlínunni stóðu því einatt einlægir og hugumstórir hernámsandstæðingar, sem ekki höfðu annars skipt sér mikið af stjórnmálum. Einnig mun hægt að finna þá, sem á þessum vettvangi fengu útrás og fótfestu fyrir pólitískan metnað, hversu heilsteyptir hernámsandstæðingar sem þeir ella voru. Það er ómaksins vert að gefa þessari utanþingsbaráttu gaum. Vissulega má segja, að formlega og þjóðréttarlega ráð- ist útslit herstöðvamálsins innan veggja Alþingis. En baráttan fyrir utan er for- senda þess sem gerist fyrir innan. Og hætt er við, að ísland væri fyrir liingu óleys- anlega horfið í náðarfaðm Bandaríkj- anna, ef ekki hefði verið á kreiki utanvið liiggjafarsamkunduna og stjórnmála- flokkanna sívakandi baráttuandi, sem birst ihefur í mörgum og misskýrum myndum. Til hvers eru herstöðvar? Áður en lengra er haldið, er þarflegt að gera sér grein fyrir því, að gegnum ár- in munu fæstum hafa verið ljósar hinar raunverulegu ástæður fyrir ásælni Banda- ríkjanna í herstöðvar hér sem annarsstað- ar eftir síðari heimstyrjöld. Hvorki þeim sem alla tíð hafa barist á móti hernám- inu né heldur hinum, sem vildu hafa hér herstöðvar. Þrjár kenningar hafa einkum verið uppi hafðar um eðli og drifkrafta heims- valdastefnu: 1) Persónuleg valdafíkn einstakra ríkis- leiðtoga, 2) Þjóðrembingsleg yfirráðagræðgi heilla Jojóða gagnvart öðrum, 3) Efnahagsleg útþensla risafyrirtækja og sókn í vald yfir auðlindum og vinnu- afli hvarvetna í heiminum. Hér skal staðhæft, að tvö fyrrnefndu atriðin, einstaklingsbundin valdagræðgi og þjóðremba, skipti sáralitlu máli, þótt þau séu vissulega til. En þá er yfirleitt um að ræða fremur fáa einstaklinga, sem tekst að vísu stundum að æsa með sér fjölda fólks um nokkurn tíma. Og þar er þýska þjóðin eða drjúgur hluti hennar auðvitað nærtækasta og átakanlegasta dæmið. En það eru m.a.s. og hafa verið til menn á íslandi, sem finnst að íslend- ingar eigi að ráða yfir Grænlandi og Fær- eyjum og jafnvel lleiri löndum. Af fræg- um Islendingum, sem þannig hugsuðu, má nefna Einar skáld Benediktsson á sín- um efri árum. Og upp á síðkastið má sjá því haldið fram í forystugreinum dag- blaða, að Jan Majen sé ,,íslensk“. En þetta er ekki reglan. Og jafnvel varðandi þýska nasismann skal fullyrt, að drifkrafturinn í honum hafi allsekki 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.