Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 32

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 32
Aðaltímarit utanríkismála: Einmanaleiki Banda- ríkjanna. nam, sem þau gáfust upp við 1973, svo ekki sé talað um árásina á Guatemala, forsetamorð og fasistavaldarán í Cliile eða önnur verk „Guðs eigin þjóðar.“ Það var von að bandamenn Carters í Evrópu yrðu hissa á hræsninni og hama- ganginum — og tregir í taumi — að láta kannski leiða sig til slátrunar fyrir þessi látalæti. Stjórnendur Vestur-Evrópu sáu að hin voldugu Bandaríki stóðu ráðlaus gagn- vart gíslatökunni í Teheran og innrás- inni í Afghanistan, en ætluðu nú að etja Vestur-Evrópu út í foraðið. Bandaríkjamenn fundu það fljótt, að ábyrgir forustumenn Vestur-Evrópu, sem vissu að þjóðir þeirra yrðu fyrstu fórnar- lörnb þcirrar styrjaldar, er Bandaríkin voru að hleypa ai: stað, voru tregir í taumi, er til alvörunnar kom. (— Undan- tekning er auðvitað forusta íslenskra Nato-flokka, sem finnst í heimsku sinni dásamlegt að fórna þjóð sinni fyrir „bless- að lýðræðið" og stórmennskubrjálæði bandarískra stríðsæsingamanna, ef til kemur). Aðalblöð og — tímarit Bandaríkjanna fluttu þá fyrirsagnir um „einmanaleik“ Bandaríkjanna og grínmyndir af „banda- mönnum" sínum, er flykktust til Bresn- evs, er á reyndi. Er á leið tóku t.d. stjórnmálaforingjar eins og Helmul Schmidt, ríkiskanslari Vestur-Þýskalands, að undirstrika að Sovétríkin „vildu ekki stríð, óttuðust stríð og vildu ekki efna til ófriðar.“ (Viðtal í „Spiegel“ 4. febrúar 1980). Ritstjóri „Spiegels", Rudolf Augstein „varaði al- varlega við þeirri pólitík Vesturveldanna, sem fengi sovétstjórnina til að finnast andstæðingarnir vera að umkringja sig, þá væri friðurinn i hættu. (Grein hans í „Spiegel" 21. janúar: „Styrjöld í sjón- máli?“). Og einn vitrasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna í utanríkispólitík, George F. Kennan, varar alvarlega við að farið hafi verið alltof geyst í sakirnar, Carter hafi spilað út öllum spilum — nema árás- arstyrjöld, Sovétríkin hafi þegar verið beitt öllum vopnum — nema stríði, hafi því engu að tapa við að láta hvergi und- an. Það sé ekkert vit í að láta ástríðurnar í kosningabardaganum yfirgnæfa allt raunsæi, visku og róserni í utanríkisvið- skiptum. (11. febr. 1980 í „Spiegel": „Wir haben unsere Karten úberreizt.") Viðbrögð Carters sýna okkur hvílík hætta það er veröldinni að slíkir menn 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.