Réttur


Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 15

Réttur - 01.01.1980, Blaðsíða 15
JON RAFNSSON (1899-1980) Jón Rafnsson hefur kvatt íslenska alþýðu hinstu kveðju, áttræður að aldri. Allt líf hans sem þroskaðs manns var helgað baráttunni fyrir málstað hennar. Allt atgervi hans, andlegt og líkamlegt, var helgað þjónustunni við frelsishreyfingu hennar, — því var varið til að vekja hanatil meðvitundar um rétt sinn og vald, stjórna baráttu hennar, er hún kenndi máttar síns, leiða hana í hörðustu stétta- baráttu aldarinnar. Allt frá Vestmannaeyjum til Akureyrar, allt frá Grundarfirði til Norðfjarðar, þvert og endilangt um landið og hringinn í kringum það lá leið hans, alls staðar þang- að, sem fátækir menn og konur risu upp til að heimta sinn rétt. Allt landið var sem vígvöllur, er verkalýðurinn reis upp til verkfalla, hvers á fætur öðru, — og þangað sem mest lá við að sigur ynnist fór Jón Rafnsson til stjórn- ar í fylkingarbrjósti, í hörðustu hríðum kreppunnar miklu, sem fulltrúi Komm- únistaflokksins, — heitin Saltslagur, Koladeilan, Novubardaginn, Borðeyrar- deilan — og endalaust áfram, segja sína sögu — og hún er um leið saga Jóns Rafnssonar. Þegar sú rauða sóknarsaga að lokum verður skráð, verður nafn Jóns Rafnssonar letrað með logandi letri bardagamannsins og brautryðjendans. Og sjálfur letraði hann fyrir okkur einn heitasta kaflann um skrefin þungu á sigurbraut fólksins fram til þess fyrirheitna lands þar sem sannleiki ríkir og jöfnuður býr. Látum svo hið fagra kvæði Jóhannesar úr Kötlum vera hinstu kveðju samherjanna til Jóns Rafnssonar: Er hnigur sól að hafsins djúpi og hulin sorg á brjóstin knýr. Vér minnumst þeirra, er dóu i draumi um djarft og voldugt ævintýr. Þá komu þeir úr öllum áttum með óskir þær er flugu hæst, og gráta í vorum hljóðu hjörtum hinn helga draum, sem gat ei ræst. Og þá er eins og andvörp taki hin undurfagra sólskinsvon, og allir kvöldsins ómar verði eitt angurljóð um týndan son. Og hinnsti geislinn deyr í djúpið — en daginn eftir röðull nýr oss kveikir sama dýra drauminn um djarft og voldugt ævintýr. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.