Réttur


Réttur - 01.01.1980, Síða 45

Réttur - 01.01.1980, Síða 45
breska ríkisstjórnin þeirri íslensku orð- sendingu, þar sem farið er fram á, að Bretar fái leyfi til hersetu hér á landi og íslenska ríkisstjórnin ljái samvinnu sína sem hernaðaraðili og bandamaður. Daginn eftir samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að fara með vald það, sem konungi bar samkvæmt stjórnarskránni, og taka í sínar hendur utanríkismálin, sem Danir fóru með fyrir íslands hönd samkvæmt sambandslögunum frá 1918. 11. apríl synjaði ríkisstjórnin málaleit- an Breta. Kjarni svarsins var sá, „að þeg- ar sjálfstæði íslands var viðurkennt 1918, lýsti Jrað yfir ævarandi hlutleysi og er auk þess vopnlaust. ísland vill því hvorki né getur tekið þátt í hernaðarlegum aðgerð- um eða gert bandalag við nokkurn liern- aðaraðila."1) 10. maí hernámu Bretar Island. Ríkis- stjórn og Alþingi mótmæltu formlega, en Bretar sóru, að hér yrði ekki erlendur her stundinni lengur en stríðsnauðsyn krefði. Engu að síður setti brátt ugg að mörgum þeirra, sem alist höfðu upp í þjóðlegum anda. Ekki er auðgjört að tímasetja með ná- kvæmni, hvenær andóf gegn hernáminu utan Alþingis og Sósíalistaf'lokksins lætur l’yrst á sér kræla. En eitt fyrsta eftirtekt- arverða dæmið er án efa í ræðu, sem Gunnar Thoroddsen lögfræðingur hélt fyrir minni Jóns Sigurðssonar 17. júní 1940: „Síðan hið mánaðargamla fullveldi vort var fótum troðið af erlendu herveldi 10. maí og fjöregg þjóðarinnar, hið ævar- andi hlutleysi, mulið mélinu smærra, þá hefur kvíða og ugg sett að hugum margra íslendinga. Þær raddir heyrast, að nú eigi ekki og megi ekki minnast á sjálf- stæðis- og þjóðernismál. — Ef raddir þjóð- ernis og ættjarðarástar þagna, þá kann það líka að leiða af sér, að erlend stór- veldi, til dæmis það herveldi, er nú held- ur oss í greipum, taki að líta svo á, að sjálfstæðið muni oss ekki svo tiltakanlega fast í hendi, og leyfi sér því í framtíðinni frekari íhlutun um mál vor en ef hér stæði samhent, vakandi þjóð, einhuga og eindregin um að heimta aftur sitt fulla frelsi og forráð eigin mála.“2) Af skipulögðum samtökum verður Ungmennafélag Ísla7ids og málgagn þess Skinfaxi fyrst til þess sama sumarið að vara við öllum óþörfum skiptum við setuliðið svosern á sviði íþrótta og skemmtanahalds. Samþjöppuð kemur þessi afstaða vel fram í ályktun héraðs- sambandsins Skarphéðins á Selfossi 11.— 12. janúar 1941: „Þingið fullyrðir, að sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar, stjórnarfarslega, réttarfars- lega og menningarlega, sé í miklu meiri hættu statt af völdum brezka setuliðsins hér á landi en þjóðinni virðist ljóst. — Þingið vill fyrir sitt leyti vara mjög alvar- lega við þeirri tilhneigingu, sem greini- lega er til hjá þjóðinni, að líta á brezku setuliðsmennia sem félaga, verndara eða gesti, og líta með þakklæti til setuliðsins fyrir jrað, að það skuli ekki liafa leikið okkur enn harðara en það hefur gert. — Þingið átelur harðlega, að æðstu embætt- ismenn ríkisins og bæjarfélaga sitji veizl- ur og mannfagnaði með yfirmönnum setuliðs þess, er hernumið hefur landið. — Þingið skorar á öll stjórnarvöld lands- ins, menningarstofnanir þess, blöð, tíma- rit og þjóðina sent heild að haga fram- komu sinni gagnvart setuliðinu þannig, að hún sé látlaus mótmæli, kurteis en al- vöruþrungin, gegn innrás þess í landið og skerðingu þess á frelsi þjóðarinnar."3) 45

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.