Réttur


Réttur - 01.01.1980, Side 32

Réttur - 01.01.1980, Side 32
Aðaltímarit utanríkismála: Einmanaleiki Banda- ríkjanna. nam, sem þau gáfust upp við 1973, svo ekki sé talað um árásina á Guatemala, forsetamorð og fasistavaldarán í Cliile eða önnur verk „Guðs eigin þjóðar.“ Það var von að bandamenn Carters í Evrópu yrðu hissa á hræsninni og hama- ganginum — og tregir í taumi — að láta kannski leiða sig til slátrunar fyrir þessi látalæti. Stjórnendur Vestur-Evrópu sáu að hin voldugu Bandaríki stóðu ráðlaus gagn- vart gíslatökunni í Teheran og innrás- inni í Afghanistan, en ætluðu nú að etja Vestur-Evrópu út í foraðið. Bandaríkjamenn fundu það fljótt, að ábyrgir forustumenn Vestur-Evrópu, sem vissu að þjóðir þeirra yrðu fyrstu fórnar- lörnb þcirrar styrjaldar, er Bandaríkin voru að hleypa ai: stað, voru tregir í taumi, er til alvörunnar kom. (— Undan- tekning er auðvitað forusta íslenskra Nato-flokka, sem finnst í heimsku sinni dásamlegt að fórna þjóð sinni fyrir „bless- að lýðræðið" og stórmennskubrjálæði bandarískra stríðsæsingamanna, ef til kemur). Aðalblöð og — tímarit Bandaríkjanna fluttu þá fyrirsagnir um „einmanaleik“ Bandaríkjanna og grínmyndir af „banda- mönnum" sínum, er flykktust til Bresn- evs, er á reyndi. Er á leið tóku t.d. stjórnmálaforingjar eins og Helmul Schmidt, ríkiskanslari Vestur-Þýskalands, að undirstrika að Sovétríkin „vildu ekki stríð, óttuðust stríð og vildu ekki efna til ófriðar.“ (Viðtal í „Spiegel“ 4. febrúar 1980). Ritstjóri „Spiegels", Rudolf Augstein „varaði al- varlega við þeirri pólitík Vesturveldanna, sem fengi sovétstjórnina til að finnast andstæðingarnir vera að umkringja sig, þá væri friðurinn i hættu. (Grein hans í „Spiegel" 21. janúar: „Styrjöld í sjón- máli?“). Og einn vitrasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna í utanríkispólitík, George F. Kennan, varar alvarlega við að farið hafi verið alltof geyst í sakirnar, Carter hafi spilað út öllum spilum — nema árás- arstyrjöld, Sovétríkin hafi þegar verið beitt öllum vopnum — nema stríði, hafi því engu að tapa við að láta hvergi und- an. Það sé ekkert vit í að láta ástríðurnar í kosningabardaganum yfirgnæfa allt raunsæi, visku og róserni í utanríkisvið- skiptum. (11. febr. 1980 í „Spiegel": „Wir haben unsere Karten úberreizt.") Viðbrögð Carters sýna okkur hvílík hætta það er veröldinni að slíkir menn 32

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.