Réttur


Réttur - 01.01.1980, Side 35

Réttur - 01.01.1980, Side 35
INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR: Kúbönsk byltingarkona látin Celia Sanchez, „konan á bakvið Fidel Castro“, lést í Havana í janúar sl„ tæp- lega sextug að aldri. Þjóðarsorg varð á Kúbu við lát hennar og hundruð þús- unda manna flykktust á Byltingartorgið til að fylgja henni til grafar og hlýða á líkræðu Armando Hart, menntamálaráð- herra. Celia var ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu og kom ekki oft fram við opinberar athafnir eða í fjölmiðlum, en á Kúbu var hún sannkallaður þjóðardýr- Hngur. Hún var einn af upphafsmönnum byltingarinnar og barðist með skærulið- um í Sierra Maestra fjöllum. Eftir bylt- inguna varð hún ritari miðstjórnar kiib- anska kommúnistaflokksins, og átti sæti í miðstjórninni allt frá stofnun lians. Alþýða manna á Kúbu leitaði mjög gjarnan til Celiu með persónuleg og fé- lagsleg vandamál sín, og sjálf lagði hún niikla áherslu á að halda nánum tengsl- um við alþýðuna. Ein lítil saga, sem und- irrituð kann að segja frá veru sinni á Kiibu, segir kannski meira um það álit sem hún naut meðal almennings, en margar langar greinar: Eitt sinn var ég stödd ásamt fleiri blaðamönnum í koparnámunni Mata- liambre á Kúbu. Þar eru dýpstu námu- göng landsins, og höfðum við tvær konur í hópnum mikinn áhuga á að fara niður í göngin og skoða þau. En námuverka- mennirnir vildu ekki ldeypa okkur nið- ur vegna hjátrúar: við vorum konur og það var óheillamerki að kona færi niður í námu. Þá myndu göngin örugglega hrynja. Einhver blaðamannanna hafði þá orð á javí að hann vissi um konu, sem hafði fengið að fara niður í þessa sömu námu, og sú var engin önnur en Celia Sanchez. — Já, Celia, — sögðu námuverkamenn- 35

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.