Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 1
léttur
65. árgangur
1982 — 4. hefti
Líf mannkyns alls hangir á veikum þræöi. „Tegundin maöur“ („homo
sapiens"), sem náttúran hefur framleitt á milljóna ára þróun, er í þeirri hættu
aö útrýma sjálfri sér. — Það þarf aðeins einn logandi neista á þann
kjarnorkubálköst, sem upp hefur verið hlaðinn, — til þess að tendra þann
eyðingareld, sem útrýmir mannkyninu og gerir ef til vill jörðina að logandi víti
— eða í „besta“ falli heimkynnum afskræmdra dýrategunda.
Auðugasta yfirstétt jarðar, bandaríska auðvaldið, hefur breytt kyndli
frelsisgyðjunnar í logandi vítiseld, sem hún í staurblindri græðgi eftir auði og
alheimsdrottnun, er reiðubúin að bera á bálkestina þegar minnst varir.
Ronald Reagan, hættulegasti valdamaður heims, hefur árangurslaust enn
sem komið er, reynt að kúga Nato-stjórnir Evrópu til að setja niður Persing
2 eldflaugar og aðrar er hleypt gætu fyrstu atómskotunum á Sovétríkin —
og tendrað þar með Surtarloga mannkynsins.
En Ronald Reagan telur sig eiga þægari og blindari skósveina á
íslandi en í nokkru öðru landi Norðurálfu. Erindrekar hans eru þegar
búnir að fá þessa blindingja til þess að staðsetja nokkrar Awacs-flug-
vélar á íslandi og vinna nú að því að fjölga þeim. Awacs-vélarnar eru
stjórnstöðvar bandarísku kafbátanna á Norður-Atlantshafi. Þær geta
hvenær sem er látið skjóta fjölda kjarnorkueldflauga úr kafbátum, sem
eru á kafi í hafinu kringum landið, beint í skotmörk í Sovétríkjunum.