Réttur


Réttur - 01.10.1982, Page 8

Réttur - 01.10.1982, Page 8
Gimsteinar íslenskrar ritlistar og sagnfræði. Annað bindið af ritsafni Sverris Kristjánssonar er nýkomið út hjá Máli og Menningu og geymir slíkar perlur ritlistar og skilgreiningar einstakra þátta í íslenskri sögu 19. og 20. aldar að enginn, sem ann sögu lands vors má án þess vera, — ekki hvað síst á þeim tímum, sem voldug öfl reyna að slíta sundur allt samhengi í aldalangri lífsbaráttu þjóðar vorrar og gera hana framandi fortíð sinni, innlima hana andlega og líkamlega annarri þjóðasamsteypu, gera hana og land vort að fótaskinni og herstöð árásarstórveldis. Hér er hver greinin annarri snjallari í skilgreiningu manna og rituð af þeirri stíl- snilld, sem einkenndi bestu erlenda sagn- fræðinga 19. aldar. íhugum greinarnar um Jón Sigurðsson. Ég vissi að það var eitt mesta áhugamál Sverris, að fá að skrifa æfisögu Jóns Sigurðssonar, og ef svo hefði verið þá hefði íslensk þjóð eignast ævisögu þjóð- hetju sinnar og þjóðfrelsisleiðtoga, sem hann og hún hefðu verið sæmd af. f staðinn tignar hún hann nú einn dag á ári, — en „mölvar svo merkisstöng hans“, er mest á ríður að starfa í hans anda, svo notuð séu hér ádeiluorð Guðmundar Guð- inundssonar skálds úr kveðju hans „Til íslensku þjóðarinnar“. Sverrir fékk einu sinni aðstöðu til að rannsaka að nokkru starf Jóns Sigurðs- sonar erlendis og uppgötvaði þá m.a. fjölda greina, er Jón hafði ritað í norsk blöð um sjálfstæðisbaráttu íslendinga og var Sverri gert mögulegt að gefa þær og Sverrir Kristjánsson. 200

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.