Réttur


Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 10

Réttur - 01.10.1982, Blaðsíða 10
Karitas Skarphúðinsdóttir. birti þau leyndarskjöl, er sýna hvernig dönskum stjórnmálamönnum kom til hug- ar, — þó eigi yrði á fallist í þeirra hóp, — að reyna 1864 að fá haldið einhverju af Slesvíkurlandi með því að bjóða Bis- marck ísland. — Þeim fannst a.m.k. að þeir hefðu vald til að farga því, sem þeir ekki áttu. — Það færu margir íslendingar að hugsa öðruvísi og sjá óhugnanlega raunsæju utanríkismálanna, ef þeir læsu þessar greinar Sverris vel. Þá er ekki að spyrja að snilldinni, er að greinum hans um verkalýðsbaráttuna kemur, (Dagsbrún 60 ára o.s.frv.) Lýsing hans, t.d. á bls. 104 á fátæktinni í Reykja- vík, líka löngu fyrir kreppuna miklu, væri holl lesning mörgum þeim, sem gera sér ekki ljóst hvílíka gerbyltingu í lífskjörum verkalýðshreyfingin hefur gert á íslandi. Það yrði of langt mál að rekja alla þá þekkingu setta fram með snilld, sem menn geta sótt í þessa bók. Eftirmælin skipa hér sérstakt rúm ólík öllu því, sem almennt heyrir undir þann flokk. — Ritgerðirnar um Pétur Benediktsson, Katrínu Thor- oddsen, Ársæl, Otto og fleiri eru perlur — og þó er ein, sem sker sig svo úr að vekja verður á henni sérstaka eftirtekt, því hún er að öllu leyti einstæð í hópi íslenskra „eftirmæla“ — og sprengir raun- ar þann flokk. Það er greinin um Karitas Skarphéðins- dóttur, þessa tígulegu verkakonu, sem kratarnir ráku úr verkalýðsfélaginu á ísa- firði ásamt Eyjólfi Árnasyni, Jóni skreðara og Halldóri Ólafssyni auðvit- að fyrir kommúnisma. Lýsing Sverris á þingmálafundinum þar sem þessi kona birtist frambjóðendum Reykjanes- kjördæmis sem einskonar huldukona er slfk listasmíð húmors og háðs, aðdáunar og alvöru að enginn sem ann ritsnilld og spennandi frásagnarhætti ætti að láta hana fram hjá sér fara. Að geta gert einn þingmálafund spennandi sem leynilög- reglusögu eftir Agöthu Christie — það er aðeins á færi snillinga sem Sverris — og enda hana svo að Agöthu hætti eins og engum hefði komið til hugar. Sverrir las þessa grein í handriti fyrir mig, er við dvöldum báðir saman á Borg- arspítalanum og gleymi ég aldrei hrifn- ingunni, ergreip mig við þann upplestur. Það er sem Ijós í myrkrinu að fá þetta bindi af ritsafni Sverris. Og eftir allt, sem hér hefur verið sagt um hvílík nautn ritlist hans er, þá er rétt að láta þessa grein enda með síðustu aðvörunarorðum lians, þeim 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.