Réttur


Réttur - 01.10.1982, Side 11

Réttur - 01.10.1982, Side 11
er hann lauk hinstu ræðu ævinnar með, en hana flutti hann á samkomu íslendinga í Osló 1. des. 1975. Hún nefndist „Krepp- an og valdið“ og orðunum var beint til þeirra, er þar voru, og þjóðar vorrar allrar.: „Góðir landar! Þið, sem hér eruð stödd í kvöld eigið eftir að taka við föðurleifð ykkar, Islandi, sem við minnumst sérstak- lega vegna minningarinnar um 1. desem- ber. Ég segi föðurleifð af gömlum vana. En gleymið því ekki að þessi arfahlutur hefur verið gefinn, seldur, leigður og veðsettur að ekki litlum hluta og það er ykkar hlutverk að leysa ísland úr veð- böndunum, sem á það hefur verið lagt af óprúttnum valdamönnum, hvort sem þau eru af toga hernaðar, fjármála eða stjórn- mála. Veri það ósk mín á þessu kvöldi.“ Sverrir hélt síðustu ræðu sína á samkomu íslendinga, stúdenta og annarra í Osló 1975. — í samsæti íslenskra stúdenta í Höfn sumardaginn fyrsta 1888 var kvæði Þorsteins Erlingssonar: „Island“ sungið, en síðasta vers hljóðar svo: „Og ryðjirðu öllu þvi illþýði braut og ólyfjan fjarlendra þjóða, þói færir þér hamingjan framtíð í skaut og frjálslynda sonu og góða. En gefirðu upp þína vasklegu vörn, og vanti þig dáðrakkar mundir, þá verðurðu drottinn að biðja um börn, sem bæna sig kjaftshöggum undir.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.