Réttur


Réttur - 01.10.1982, Page 15

Réttur - 01.10.1982, Page 15
tíma nefnst Aríar. Aðrar merkingar sem þessu orði hafa verið fengnar, eru óðra manna rugl. Þess þarf vonandi ekki að geta að ekkert verður um það af Aría-heit- inu ráðið hvernig fólk þetta hefur verið í hátt. Á ofanverðum fornöldum og langt fram á miðaldir voru Alanir allmiklir fyrir sér í löndunum milli Tanakvíslar (Donar) og Volgu, og voru þá nágrannaþjóð Gota þar sem þeir sátu fyrir norðan Svartahaf. Hvorir tveggja guldu mikið afhroð við herhlaup Húna seint á 4ðu öld. Margt alanskra kynkvísla hrökklaðist þá vestur í lönd, sumar í liði Húna, sumar í félagi við germanskar þjóðir. Vandala-konungar þeir sem um hríð áttu sér ríki í Norður-Af- ríku, kenndu sig við Alani: rex Vandalor- um et Alanorum. Enn sér Alana stað í örnefnum víða í rómönskum löndum; Alaincourt, Alain, Allaines, Allainville o.m.fl. eru víða til á Frakklandi, og svipuð örnefni eru auðfundin á Spáni og í Portúgal. Allt til skamms tíma mun hafa verið siður í héruðunum við Loire að skíra sveinbörn Goar, en svo nefndist einn af konungum Alana á þjóðflutninga- tímunum (síðar einnig dýrlingsnafn). Á öndverðum ríkisstjórnartímum Meróvinga hafa alanskir höfðingjar enn nokkurt sjálfsforræði við Loire. Allt fyrir það hafa kynkvíslir Alana á þessum stöðum snemma samlagast því fólki sem þær tóku sérbólfestu hjá, germönskuogrómönsku, og glutrað bæði tungu og þjóðerni. Allur þorri Alana bjó áfram í heim- kynnum sínum fornum fyrir austan Tana- kvísl og norðan Kákasusfjöll. Smátt og smátt urðu þeir þó að þoka og láta í minni pokann fyrir tyrkneskum þjóðum sem snemma á miðöldum tóku að flytja búferlum vestur yfir Volgu. Frá því á 7ndu öld og fram yfir árið 1000 réðu Kazarar víðlendu stórveldi á grasheiðun- um milli Kaspíhafs og Svartahafs, og voru margsinnis jafnokar bæði Miklagarðs- manna og Araba. Fyrir norðan þá, upp með Volgu, áttu Búlgarar sér lönd og ríki, tyrknesk þjóð. Enn í dag ganga tyrknesk- ar tungur um öll þessi lönd. Konungar Kazara voru gyðingatrúar og mikill hluti landslýðsins, en bæði kristinn siður og íslam voru fjölmennir, og svo forn heiðni. Um þessi lönd urðu norrænir menn að sækja ef þeir þóttust eiga einhver erindi austur í heim. Seint á 9ndu öld tókst sænskum mönnum að brjótast til ríkis á Rússlandi svo sem kunnugt er, og jukust við það drjúgum viðskipti norrænna manna við þjóðir í Austurvegi. Snemma á lOndu öld gerðu sænskir ribbaldar, kallaðir Rússar á serkneskum bókum að þeirrar tíðar sið, herhlaup á lönd Kazara við Volguósa, og lögðust síðan í víking á Kaspíhafi og rændu og rupluðu með ströndum fram, en borgir lítt varðar sjáfarmegin. Þetta þóttu mikil tíðindi í Austurvegi, því sigling var löngum lítil á Kaspíhafi, enda mun vera erfitt um skipavið á þeim slóðum. Síðan lét Kazara- konungur uppræta þetta illþýði. Pessir atburðir munu hafa gerst um líkt leyti og íslendingar voru að myndast við að koma á hjá sér þjóðfélagi og settu Alþingi. Við hernað Mongóla á 13du öld urðu geysileg umskipti í sögu Austurlanda, bæði í Evrópu og Asíu, og líklega bæði meiri og í flestum greinum verri en sögur fara af fyrr og síðar. Georgía, fornt menningarland — svo dæmi sé tekið — bar ekki sitt barr aftur fyrr en í tíð þeirra manna sem nú lifa. Sömu sögu er að segja úr Mið-Asíu, en þar höfðu allt síðan snemma á fornöldum staðið auðug ríki og einhver hin fegurstu menntaból í heimi og verður best jafnað til Parísar og 207

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.