Réttur


Réttur - 01.10.1982, Page 19

Réttur - 01.10.1982, Page 19
manna í Dagestan, en þar voru þau forn í ranni, og fengið köllun um að byrja meinlæti og guðrækilegt líferni. Líklegt er að guðfræðislegar undirstöður Mansúrs hafi verið Naksjbandí-bræðralag, og til þess er hann a.m.k. talinn í munnmælum á ættlandi sínu. Bræðralag þetta er eitt af mörgum andlegum samböndum hreintrú- armanna í íslömskum sið; með kárínum og ströngum meinlætum leita bræðralags- menn sér þekkingar á órannsakanlegum guðlegum leyndardómum. Þeir fylgja stranglega boðum Kóransins, sjaría. en hafna fortakslaust öðrum lögmálum og hverskonar nýmælum og svo fornum órituðum mannasetningum og siðvenjum, adat í serknesku máli. Eins og nærri má geta urðu þeir sjálfkrafa römmustu fjand- menn jarðeigenda og smáfursta, en adat voru einmitt þær stoðir sem héldu uppi ríki þeirra. Mansúr gerðist nú einsetumaður um hríð og leitaði sér kunnáttu um leynda hluti. Honum vitraðist þá Múhameð spámaður og bauö honum að flytja samlöndum sínum boðskap íslams og kallaði hann ímam, og það tignarheiti bar hann síðan ellegar nefndist sjeik (hvort- tveggja haft um trúarleiðtoga hjá múslim- um); nafnið Mansúr tók hann sér samtím- is, en það merkir sigurvegara. Þetta var 211

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.