Réttur


Réttur - 01.10.1982, Side 20

Réttur - 01.10.1982, Side 20
árið 1784, en árið eftir hóf Mansúr trúboð sitt með oddi og eggju. Það var lengi haft fyrir satt að Mansúr væri aldrei annað en erindreki Tyrkja, en þeir áttu á þessum árum í ófriði við Rússakeisara; eitthvert makk mun og hafa verið milli hans og sendimanna soldáns. Af seinni rannsóknum í tyrknesk- um skjalasöfnum virðist þó mega ráða að Tyrkir voru a.m.k. ekki frumkvöðlar að uppreisninni. Þeir áttu þá mikil ítök víða meðal tsérkesskra smáfursta í Norðvest- ur-Kákasus, og hvorugum gat verið hagur í því að jarðnæðislausir bændur væðu hópum saman norður á sléttlendið, hvað þá að Tyrkir vildu eiga undir því að öreigabylting og kredduföst rétttrúnaðar- stefna færði sig suður yfir fjall; aftur á móti einsætt að skara að kolunum í laumi og reyna að flækja Rússa í langvinnum ófriði við fjallaþjóðirnar. Um eitt skeið reyndi Mansúr einnig að afla sér banda- manna meðal jarðeigenda á sléttlendinu, og áorkaði jafnvel nokkru bæði meðal Kabarða og Kúmyka, en ekki endist honum það liðsinni til langframa; hann hefur líklega ekki verið mjög raunsær stjórnmálamaður. Mansúr var að vísu kennimaður og trúarleiðtogi og flutti óefanlega boðskap sinn af einlægni og guðhræðslu; að því leyti var ófriðurinn trúarbragðastyrjöld; og í þeim efnum varð honum vel framgengt. Samt sem áður verður ekki haft í tvímælum að hann var einnig — eða einkum og sér í lagi — oddviti í raunveru- legri bændauppreisn, uppreisn sem að vísu var óyndisúrræði eignalausra almúga- manna, en uppreisn allt fyrir það; og hér voru forlög hans vituð fyrir. Þess eru vitaskuld óteljandi dæmi að saman fari trúarvakning og alþýðleg bylting, eða snauðir menn beri fyrir sig guðfræðislegar kennisetningar í þrengslum sínum, og stendur á litlu hvort útlendingum eða seinni mönnum fellur við þessar kenni- setningar vel eða illa; megum við íslending- ar vel minnast Guðmundar biskups Ara- sonar þegar þau efni ber á góma. Ekki eru nema fáein misseri síðan samneskir ættjarðarvinir sungu lúterska sálma þar sem þeir vörðu landsréttindi sín fyrir yfirgangi ríkisstjórnarinnar í Osló. Og öll horfum við nú daglega þar á sem boðskap- ur íslams hefur orðið stórþjóð að nýju lífsafli, og er sá leikur þó aðeins nýhafinn. Hitt er annað mál hvort mikið hald er í goðunum til langframa. En svo mér orðlengist ekki um of, þá urðu þau örlög Mansúrs að hann fór ósigur fyrir hersveitum Rússakeisara árið 1791, var síðan haldið í höftum í Sánti- pétursborg uns hann andaðist árið 1794. Svipuð saga gerðist aftur eitthvað tveimur mannsöldrum síðar. Rússar áttu þá enn í ófriði við trúarleiðtoga sem runninn var nokkurnveginn af sömu rótum og Mansúr í norðanverðum Káka- susfjöllum, Sjamyl að nafni. Hann varð forkólfur fjállabænda í uppreisnum þeirra gegn keisarastjórninni, og stýrði í raun réttri um hríð víðlendu ríki norðan- fjalla — bæði andlegu og jarðlegu —, en laut þó um síðir í lægra hald fyrir hersveitum keisarans árið 1859; hann bjó síðan í útlegð og andaðist í Medína í Arabíu árið 1871. Eftir ósigur Sjamyls má heita að Rússakeisari réði löndum í Kákasusufjöllum meðan hann tórði. Ófriður þessi leiddi af sér að margar kynkvíslir múslima í Norðvestur-Káka- sus, þeirra á meðal allmargt Osseta fluttu búferlum til Tyrklands, en ekki varð þeim þar þó mikilla forlaga auðið. Samt sem áður ganga enn á Tyrklandi ýmsar tungur úr Kákasusiöndum, og hafa um þau efni 212

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.