Réttur


Réttur - 01.10.1982, Side 21

Réttur - 01.10.1982, Side 21
nokkur fróðleiksbrot verið tínd saman í Tímariti Máls og menningar árið 1967. Sjamyl — eða Skemill eins og hann er nefndur í Skírni á þessum árum — var um skeið nafntogaður um alla Evrópu, og er enn einn af þessum rómantísku görpum sem gaman þykir að semja um reyfara. Ýmislegan fróðleik má um hann finna í bók eftir Lesley Blanch, The Sabres of Paradise (Lundúnum 1960 og síðan endurprentuð), ef lesið er með varhuga; sú bók er til víða, og fer ég því hér fljótar yfir sögu en efni eru til. Bændauppreisnir þær sem Mansúr og Sjamyl beittu sér fyrir urðu að vísu árangurslausar, enda til þeirra efnað af lítilli forsjálni og pólitískri vanvisku. Aft- ur á móti drógu verk þeirra þann dilk eftir sig að íslamskur siður, sem áður mun víðast hvar á þeim stöðvum hafa verið að mestu leyti tildur og merkilegheit í heldra fólkinu, færðist nú í aukana um öll norður- héruð Kákasuslanda og var þjóðunum á stuttum tíma að merki frelsislöngunar og batt þær saman í einskonar félagsskap. Ossetar voru hér að vísu undantekning, því flestar kynkvíslir þeirra héldu tryggð við kristna trú, a.m.k. í orði kveðnu. Andlegum bræðralögum — Naksjbandí- reglu o. þvl. — hefur tekist að ná furðulegu tangarhaldi á alþýðu manna víða og þá einkanlega meðal Tsétséna og annars- staðar þar sem ættsveitarþjóðfélagið gamla hefur verið rótgrónast, og hefur svo staðið allt fram á þennan dag. í veraldleg- um og menningarlegum efnum hafa þessi bræðralög lengstaf verið ódæl og aftur- haldssöm, svo ekki sé meira sagt, og yfirleitt orðið áhangendum sínum til lítilla heilla. Eftir Úzún Hadzjí er þetta t.a.m. haft, en hann var leiðtogi Naksjbandí- bræðralags og fyrirliði í uppreisn gegn bolsévíkum, hvítliðum og borgaralegum menntamönnum, sínu sinninu hverjum eða öllum samtímis, á árunum 1917—21: Ég er að hnýta reipi til þess að hengja í stúdenta, verkfræðinga og gáfumenn og yfirleitt alla þá sem skrifa frá vinstri til hægri (serkneskt letur er skrifað frá hægri til vinstri). Alla tíð hafa verið viðsjár milli bræðralaganna og opinbers íslamsks siðar eins og hann er tekinn gildur af sofét- tjórninni. En þótt bræðralögin verði að miklu leyti að starfa á laun, hafa áhrif þeirra, svo ekki sé sagt ráðríki, samt sem áður verið feikileg. í síðari heimsstyrjöld- inni komu þau því til leiðar að Tsétsénar og nokkrar fámennar tyrkneskar kyn- kvíslir brugðust sofétstjórninni og reyndu að sitja hjá þegar Þjóðverjar sóttu fram í áttina austur að Kaspíhafi. Eftir stríðið lét Stalín senda fólk þetta í útlegð austur til Mið-Asíu í refsingarskyni. Þetta þóttu heldur ómannúðlegar hrossalækningar og auk þess óviturlegt ráð og mæltist illa fyrir, og tíu árum síðar var útlegðinni létt af. Nú er að vísu ekki trútt um að jarðnæði sé ekki ívið betra á kazöksku gresjunni en í klungróttum gljúfrunum í Kákasus- fjöllum. En römm er sú taug sem rekka dregur fööurtúna til, stendur þar, enda mun nú allur þorri þessa landræka fólks fyrir löngu vera sestur að aftur í fornum heimkynnum sínum. En af öllu þessu umstangi hlaust það að ný eljun hljóp í andlegu bræðralögin, og grunar mig að þau séu nú einhver háskasamlegasta þjóðfélagsmeinsemd í norðanverðum Kákasusfjöllum. Pað þarf öngvan að furða þó tvíveðr- ungur hafi löngum verið í flestum þeim sem um þessa tíma hafa fjallað, hvort heldur þeir hafa verið innanlands eða utan, bæði sagnfræðingum og öðrum; öll erum við á báðum áttum þegar við skyggnumst um í liöna tímanum, þau 213

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.