Réttur


Réttur - 01.10.1982, Side 22

Réttur - 01.10.1982, Side 22
okkar sem um þau efni hirðum á annað borð. Samúðin með lítilmagnanum, þjóð sem fer halloka fyrir ofureflinu, kemur tíðum í bága við andlega ráðvendni og þekkingu okkar á sögulegum sannindum. Höfundur þessara lína hefur verið að brjóta heilann um málefni smáþjóða síðan hann var á æskualdri, og er enn jafnhvikull í skoðunum og hann var fyrir 40 árum. Pjóðernisrómantík hefur alla tíð verið fastur fylgifiskur bolsévismans, þó framkvæmdinni hafi verið ábótavant í mörgu og kenningin misbrestasöm; marg- ir liðsmenn bolsévíka hafa litið þjóðernis- mál smáum augum og verið áfram um að gera allar þjóðir að einni sem fyrst, og er það ekki nema vorkunnarmál. Af þjóð- ernisrómantíkinni leiðir nesjamennsku, útúrboruhátt og andlega lítilþægni; eða við lendum í staðfestulausum kosmópólit- isma og menningarlegum tómleika þar sem við erum svo sem ekki neitt í neinu; og þurfa lesendur þessara lína hvorugs langt að leita. Nú er engum blöðum um það að fletta að um daga sofétstjórnarinnar hefur feikilegt verk verið unnið til þess að efla bæði verklega og andlega menningu þeirra smáþjóða sem henni lúta. Margar þessara þjóða hafa verið hafnar úr örbirgð og siðleysi og eru nú velmenntað bjarg- álnafólk. Þetta verk hefur að ólitlu lcyti verið unnið að tilbeina Rússa og kostn- aðurinn komið niður á þeim; skrítlur sem sagðar eru um óráðsíu og óhyggilegar fjárfestingar í Sofétríkjunum, eru oft og tíðum til sannindamerkis um það að yfirvöldin eru að reyna að styrkja ein- hverja smáþjóðina nteð bættum atvinnu- vegum innanhéraðs og eru þá ekki alltaf að sýta í það þó fyrirtækin hefðu orðið ábatasamari annars staðar; og mætti hér tilgreina mörg dæmi úr Kákasuslöndum. Ekki hef ég í tvímælum að ungir rússnesk- ir hugsjónamenn hafi í fyrri daga stundum verið fullbráðlátir við það að efla þjóðlega menningu hjá fólki sem enn var ekki farið að átta sig á því að það væri þjóð, gott hvort því var neitt um þetta þjóðerni gefið; og má líklega skemmta sér við sögur af því einnegin. Ossetiskur rithöf- undur Dzjanaity ívan að nafni (ívan Dzjanaev, eða Níger eins og hann kallaði sig), segir einhvers staðar frá vandræðum sínum þar sem hann kom ungur og kappsamur barnakennari í afskekktan dal til þess að kenna samlöndum sínum að lesa og skrifa móðurmálið; dalbyggjar tóku að vísu fegnir við uppfræðslunni, en vildu að hún færi fram á rússnesku því það tungumál væri gagnsamlegt að kunna á bók; ossetiska væri aftur á móti sveitamannamál til einkanota i heima- húsum og óþarfi að bókfesta hana. En í miðjum framförunum hafa vita- skuld ótalleg gömul verðmæti farið for- göröum, sum hver ekki einungis sjálf- krafa, eða eru á stuttum tíma orðin að safngripum. Sá sem frá blautu barnsbeini hefur vanist fornum sveitamannadönsum á völlunum fyrir utan þorpið heima, er vísastur til þess að láta sér fátt um finnast þegar hann horfir á langskólagengna atvinnudansara stíga alanskan ballett í þjóðleikhúsinu. Af iðnbyltingunni leiðir að fólk hnappast saman í bæjunum, oft margar ólíkar þjóðir í sama bæ; er ekki hagkvæmast að allir tali sama málið? Hvað á að gera í litlum barnaskóla þar sem eru sex óskyld þjóðerni saman í bekk, er ekki hyggilegast að láta kennsl- una fara fram á rússnesku (dæmi frá Kabarðíu; hér heimtuðu foreldrarnir að rússneska yrði kennslumál, aftur reyndi skólastjórnin að halda í hugsjónir þjóð- 214

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.