Réttur - 01.10.1982, Síða 25
menntunum; vonandi verður höfundi
þessara lína þess auðið að geta þeirra
betur á öðrum stað áður en hann er allur.
í Avesta, helgri bók, móar víða í sögur
af fornum hreystimönnum, og slitringur
finnst úr sömu vísindum hér og hvar í
grískum bókum; frásagnir Herodots (f.
um 480 f. Kr.b.) af Kýrusi Persakonungi
(d. 530 f. Kr.b.) eru til sannindamerkis
um það hversu fljótt fólk sem til hefur
verið í veruleikanum umbreytist í þjóð-
sögur og æfintýri. Séu Svartahafsfræði
Herodots og seinni höfunda lesin af
svolítilli hugkvæmni, má geta sér til um
nokkur þeirra sagnaminna sem að fornu
voru til hjá Skýþum og grannþjóðum
þeirra. Bæði hjá germönskum þjóðum,
keltneskum, slafneskum og írönskum hef-
ur gengið farandsaga af feðgum sem lendir
saman í orrustu og fellur annar (eða báð-
ir); við könnumst við þetta minni t.a.m.
úr Kjalnesingasögu og Hildibrandskviðu
hinni þýsku. Hjá Firdásí verður Rústam
Súhrab syni sínum að bana óvitandi og
setur síðan á miklar harmatölur, alkunn-
ugt kvæði; sama minni hefur orðið
Ossetum að frásagnarefni, að vísu með
miklum umbreytingum, og grillir einnig
þar sem Herodotus segir frá ferðum
Heraklesar norðan Svartahafs.
Munnmælasögur Osseta nú á tímum
eru til sanninda um það að íranskar
steppuþjóðir voru öngvir ættlerar hvað
skáldskap snertir og sögur af fornum
afreksmönnum, né eftirbátar frændþjóð-
anna á Persalandi. Astæðulaust er sem sé
að hafa í tvímælum að þessar sögur eru
að miklu leyti ævagömul írönsk arfleifð,
sumar að öllum líkindum arískar — eða
jafnvel indóevrópskar — goðsögur fyrir
öndverðu. Hér verð ég að láta mér nægja
að minnast á þann mikla sagnabálk sem
gengur frá Nörtum. Sögur þessar eru
alkunnugar meðal Kákasusþjóða norðan
fjalla og bera vitaskuld með sér einkenni
umhverfisins, en allt fyrir það er auðsjá-
anlegt að þær eru frá Ossetum komnar í
fyrstunni. Meðal nágrannaþjóðanna eru
sögurnar sumstaðar í ljóðum, og má
mikið vera ef það er ekki forn siður; hjá
Ossetum eru þær aftur á móti sagðar í
sundurlausu máli oftast nær, í fyrri daga
einatt af sérmenntuðum sögumönnum
sem höfðu numið íþróttina af fyrirrennur-
um sínum, og svo að öllum líkindum
gengið að erfðum mann frá manni með
litlum umbreytingum.
Nartar voru ofurmannakyn sem uppi
voru á einhverjum ótiiteknum tíma í
forneskju og bjuggu í landinu fyrir norðan
Kákasusfjöll. Þeir skiptast í þrjár sveitir
allur þorrinn, og eiga sér bólstað á fjalli
hver fyrir ofan aðra. Neðstir sitja Boratá
(eða Borar, -tá er fleirtöluending), auð-
menn og höldar í búi. Þeir elda löngum
grátt silfur og Áksártákkatá, sem búa í
miðju fjalli og virðast hafa hernað að æfi-
starfi. Alágatá eru efstir; þeir eru gáfu-
menn og blótgoðar, friðmenn og hálfvegis
utanveltu í þjóðfélaginu, a.m.k. fara frá
þeim fáar garpsögur. Samt yrði seint bætt
í skörðin ef þeir týndu aldri, því þeir geyma
helgra dóma sem eru allri Nartaþjóö
ómissanlegir, og er þeirra á meðal skál sú
þar sem drykk aldrei þrýtur; inna Nartar
ágætisverk sín að skálinni, og lyftist hún
þá sjálfkrafa upp að vörum þess sem segir
satt, en stendur kyrr við raup og sjálf-
hælni. Söguminni þetta er bersýnilega
æfafornt, enda getur þess í Skýþasögu
Herodots á 5tu öld f. Kr.b.
Nafnfrægastur Narta er Soslan; hann er
með einhverjum hætti sólarkyns og ná-
kominn sólardýrkun, og er reyndar göfg-
aður sjálfur á helgum stöðum. Bersýni-
lega er frændsemi með honum og Míþru,
217