Réttur


Réttur - 01.10.1982, Page 27

Réttur - 01.10.1982, Page 27
Ekki munu guðsorðabækurnar hafa þótt mjög skemmtileg lesning í Kákasus- dölum, enda var þess nú stutt að bíða að farið væri að prenta bækur sem tjáðu ósviknar hugsanir og tilfinningar þjóðar- innar. Mamsyraty Temyrbolat (1843—98) og Ketákkaty Kosta (1859—1906) eru fyrstu skáldin sem nafngreind eru og eitthvað er til eftir. Sá fyrri hrökklaðist til Tyrklands eftir ósigur Sjamyls um 1860, og kvað því lítið að honum í ossetisku menningarlífi; kvæði þau sem fundist hafa eftir hann komast fyrir í lófastóru kveri. Hann yrkir þar m.a. mjög átakanlega um ferð sína og annara flóttamanna suður yfir Svartahaf og aðkomuna í nýja land- inu. Aftur á móti má telja Kosta frum- kvöðul þjóðlegra bókmennta, og kvæða- kver hans íron fándyr (Hörpu Osseta- lands) upphaf veraldlegs ritmáls. Kvæðin eru flest hver hryggðarfull og klökk, skáldið er einmana hjá ókunnugum þjóð- um, og honum leiðist eftir fjöllunum heima, hann lætur sér annt um örlög ættlands síns, og það er í honum dapurleg- ur grunur um stuttleika lífsins. Nokkrum árum eldri en Kosta var Gádiaty Seka (1855-1915); hann hefur samið smásögur úr ossetisku þjóðlífi, tregafullar harma- sögur sagðar af miskunnarlausu raunsæi, og þó um leið unaðsamlegar lýsingar á náttúru og þjóðlífi í Kákasusfjöllum. Ekki veit ég hvað bókaskrá íslendinga var orðin löng í byrjun 13du aldar, 2—3 mannsöldrum eftir að sú þrifnaðarsýsla var hafin að færa í letur íslenskt mál; í Grundriss der iranischen Philologie sem út kom á árunum 1895-1904, undirstöðu- riti í írönskum fræðum, eru taldar upp eitthvað 23 bækur sem til voru prentaðar á ossetisku árið 1903, fæstar miklir doðrantar. En nú fjölgar þeim að vísu óðum sem tekst að fá gefin út kver. Af Kosta. auknum viðskiptum við Rússa leiddi bætta þekkingu, margháttaða nýbreytingu í andlegu lífi, meiri kynni við útlenskar þjóðir, fjölbreyttari hugsanir og fjörugra menningarlíf. Nýjar bókmenntagreinir voru teknar upp eftir dæmi Rússa og annarra Evrópuþjóða, fyrstu tímaritin komu út og reynt var að efna til sjónleika- halds. Ýmislegt smávægi var þýtt, og að vísu ekki allt af betra endanum, t.a.m. komust Ossetar nú í kynni við nokkur æfintýri H.C. Andersens. En reyndar grunar mig að nýjungar og tilraunir sem þá voru uppi á baugi í rússneskum skáldskap, hafi stundum farið fyrir ofan garð og neðan hjá ossetiskum dalaskáld- 219

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.