Réttur


Réttur - 01.10.1982, Page 31

Réttur - 01.10.1982, Page 31
Baldur Óskarsson: Færa fjármagnið frá alþýðu til auðvalds Verðbólgan hefur jafnan verið eitur í beinum verkalýðsins í landinu, vegna þess að hún flytur til eignir í þjóðfélaginu frá fátækum til ríkra. Á undanförnum ára- tugum hefur gífurleg eignatilfærsla átt sér stað með þessum hætti í íslenska þjóð- félaginu. Stóreignamenn og verslunarauð- valdið hefur án fyrirhafnar rakað saman fé af völdum verðbólgunnar, en sparifjár- eigendur í landinu, fyrst og fremst eldra fólk og unglingar, sem geymt hafa nokkr- ar krónur á almennum bankabókum, hafa búið við árvissa skerðingu á eignum sín- um. Eignalausu æskufólki, sem er að hefja búskap, hefur með hverju árinu verið gert erfiðara fyrir að koma yfir sig þaki. Þetta hefur verið hróplegt misrétti í okkar mannfélagi. MorgunhlaAshölIin. 223

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.