Réttur - 01.10.1982, Síða 33
landsmanna í tilgangslaust sýndar-
mennskuhús í hjartastað Reykjavíkur,
sem kostar álíka fé og hálf Hrauneyjar-
fossvirkun, án þess að þjóðin sé spurð.
Hægastur vandinn var auðvitað að leysa
húsnæðismál Seðlabankans með því að
sameina Útvegsbankann og Búnaðar-
bankann og afhenda Seðlabankanum Út-
vegsbankahúsið við Lækjartorg. En samt
skal þetta minnismerki gengisfellinga og
efnahagsóstjórnar rísa. Valdsmennirnir
þar þurfa ekki að leggja sitt framlag vegna
minnkandi þjóðartekna, eins og allur
almenningur í landinu.
Fimm milljarðar að fasteignamati
Fróðlegt er að skoða skrá um fasteignir
hjá Fasteignamati ríkisins. Samkvæmt yf-
irliti ársins 1982 eru í Reykjavík einni
saman 2065 verslunar- og skrifstofuhús og
vörugeymslur í eigu einstaklinga og fé-
laga. Alls eru þetta 3.624.196 rúmmetrar
og eignirnar metnar til fasteignaverðs í
nóvember í ár á krónur 5.219.284.000,00.
Ljóst er þó að þetta mat er lágt miðað við
matsverð íbúða. Matið segir heldur ekki
til um markaðsverð eignanna, enda er hér
ekki um heildarendurstofnverð að ræða.
Til samanburðar má geta þess að árið
1977 var fasteignamat sambærilegra húsa
í Reykjavík krónur 569.293.000,00, eða
sem næst einn tíundi hluti matsins í ár.
Annað dæmi um slíka tilfærslu mætti
nefna:
Morgunblaðshöllin var 1970 að bruna-
bótamati 98,8 milljónir gamalla króna eða
988,910 nýkrónur. Brunabótamat hennar
1983 er 68.739.000 nýkróna m.ö.o.
meira en 68 milljónir nýkróna. Á þrett-
án árum hefur sú höll 68-faldast í krón-
um, meðan sparifékrónur almennings
féllu í gildi og verkalýður varð að heyja
harða baráttu til þess að kaupgjald
hans héldi gildi — og þrátt fyrir þá bar-
áttu er raungildi tímakaups lægra en
1947.
Þarf nú að efast um hver hefur hag af
verðbólgunni og hver tapar á henni?
í grein sem ég ritaði í Rétt fyrir tveimur
árum, rakti ég þróun brunabótamatsverðs
einnar verslunarhallar í Reykjavík, H.
Ben. hússins við Suðurlandsbraut frá því
það var fullbúið til þess dags að greinin
var skrifuð. Slík einstök dæmi eru for-
vitnileg og varpa í raun skýrara ljósi á
verðbólgugróða verslunarauðvaldsins en
þær heildartölur fasteignamats sem hér
eru dregnar fram. Engu að síður tala
þessar tölur skýru máli um það hvar
verðbólgugróði undanfarinna ára liggur.
Ef einkaneyslu verslunarins væri bætt við,
byggingum, búnaði, bílum og innistæðum
í erlendum bönkum, færu menn fyrst að
skilja hvers vegna verðbólguleiðin er not-
uð til að færa fjármagnið frá alþýðu til
auðvalds.