Réttur


Réttur - 01.10.1982, Page 37

Réttur - 01.10.1982, Page 37
ekki og drekkur ekki en samt getum við ekki önglað saman aurunum. — Nú, nú, svaraði pabbi, mér tekst það áreiðanlega. Einhvern tíma. Öruggasta merki þess að hverfið var að fara í niðurníslu sem í raun hófst daginn sem því var klambrað upp, var að hverri búðinni á fætur annarri var lokað. Osta- Jensen var hættur, halti skósmiðurinn hafði stungið leisti sínum niður, búð hrossaslátrarans var um tíma sláturhús með útsölu og síðan klámblaðaverslun og þegar meira að segja sjoppunni hafði verið lokað var hverfið gjaldþrota. Margir af félögum Mettu voru fluttir í úthverfin þar sem pabba dreymdi um að hreiðra um sig í björtum herbergjum, í íbúð með garði eða svalakassa þar sem sólin vermdi spírurnar. En þau sátu eftir. Nýju nágrannarnir voru margir utan af landi (alveg eins og á tíunda áratugnum). Þeir höfðu ekki getað staðið í skilum, það voru margir ungir stúdentar sem hiklaust fullyrtu að hverfið hefði sinn svip og það voru erlendir verkamenn sem höfðu sent eftir konum sínum og börnum. Það lá í loftinu að mamma sóttist ekki eftir að Metta umgengist þá of mikið. — Það er nóg með eina, eins og mamma var vön að segja án þes að láta nánar í ljós áhyggjur sínar um að Mettu biðu sömu örlög og eldri systur hennar, Nönnu, sem hafði flust til Englands með Ahmad sínum. f>ó að hann væri mjólkur- fræðingur var og hélt hann áfram að vera eitthvað sem mamma skildi ekki. Nógu indæll, góður við Nönnu — en allt þetta karrý sem hann borðaði! Og ef þau flyttu enn lengra burt . . . nei, hún gat ekki hugsað til þess. Pabbi glímdi oft við krossgátur. Reynd- ar gátu fyrstu verðlaun að vísu ekki hjálpað þeim út úr íbúð þar sem vegg- fóðrið rifnaði með heljarhvellum um leið og þurrkur kom en hrukkaðist í fellingar þegar rakinn kom aftur en það var gott til þess að liðka sig í hálsinum þegar maður kom þreyttur heim úr vinnunni. — Eins og æfingarnar sem við gerum í skólanum, sagði Metta. — Iss, þið ættuð bara að fara og taka til höndunum eins og við hin gerðum. — Já, en Jesper, sagði mamma. — Já, vinna, sagði ég! Taka hendur úr vösum. — Og þú ákveður hvað er vinna, ekki satt? spurði Metta. Hvað með ungfrú Lyng — hún stritar við að lita garn og spinna og vefa teppi með myndum . . . — Eins og það sé nokkur vinna. Pað er dægradvöl. — Þá er það sem mamma gerir hér heima ef til vill heldur ekki vinna? hróp- aði Metta. — Hvað þá? Nú, jú, það . . . það er það að vísu. En það er nú líka allt annað. Hún gerir hreint og annað slíkt. Mamma gerði líka hreint í skólanum. Utivinnan stuðlaði að því að þau gátu áhyggjulaust „haldið Mettu að lærdómn- um“ eins og pabbi orðaði það við hátíðleg tækifæri þannig að hún gæti fengið betri undirstöðu en foreldrar hennar. En stóri vinningurinn lét bíða eftir sér. — Nei, nú skuluð þið hlusta á mig! sagði pabbi dag einn þegar hann kom heim áður en vinnu var lokið og mamma var strax orðin hrædd um að hann hefði ef til vill verið rekinn. — í dag kallast það að vera sinn eigin húsbóndi, sagði pabbi eins og það sé betra. Nei, ég var ekki rekinn. Það er miklu betra. Reynið að giska. Mamma var ekki klók í ágiskunum. Áður en henni datt nokkuð í hug, lét Metta spurning- unum rigna: Valinn forsætisráðherra? 229

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.