Réttur


Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 50

Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 50
draga ályktun um þau baráttusvið, sem verkalýðshreyfingin og stjórnmálaarmur hennar ætti að leggja áherslu á á komandi árum. Pað er í fyrsta lagi forgangsverk- efni, að þessir aðilar móti ýtarlega efna- hagsstefnu, sem unnt er að setja fram sem skýran og trúverðugan valkost á móti efnahagshugmyndafræði atvinnurekenda. í þessari efnahagsstefnu er ekki nægilegt að tína til rök fyrir réttlátari tekjuskipt- ingu. Pað er ekki síður nauðsynlegt að taka á því skipulagi efnahagsstarfseminn- ar, sem ræður þeim þjóðartekjum, sem til ráðstöfunar eru á ári hverju. Allt of lengi hafa atvinnurekendur leikið þann leik að bæta hag sinn á kostnað þjóðartekna, t.a.m. með því að skapa atvinnukreppu. Til þess að þessu marki verði náð er nauðsynlegt, að launþegahreyfingin efli eigin hagrannsóknir og komi á laggirnar sjálfstæðum stofnunum á því sviði til mótvægis við hagdeildir atvinnurekenda. Með hjálp slíkrar sjálfstæðrar hagfræði- vinnu er ennfremur unnt að gera rök- studdar kröfur til opinberra efnahags- stofnana um að þær láti af hlutdrægni sinni í efnahagsumræðunni. Þessi vinna væri þó að miklu leyti unnin fyrir gýg, ef ekki væri unnt að koma niðurstöðunum á framfæri við kjósendur og launþega. Pað er því annað forgangs- verkefni verkalýðssamtakanna að efla kynningar- og fræðslustarf sitt bæði innan eigin vébanda og út á við og með virkri þátttöku í fjölmiðlabaráttunni. 242

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.