Réttur


Réttur - 01.10.1982, Síða 53

Réttur - 01.10.1982, Síða 53
Börge Houmann. hitti í Höfn. En þetta varð því miður hans síðasta ferð til Evrópu um langt skeið, því er heim kom braust á ofsóknaræðið sem kennt er við McCarthy — og Paul Robeson varð raunverulegur fangi í Bandaríkjunum, meðan aðrir listamenn urðu í tíma að flýja land, eins og Chaplin. En í Höfn hafði Paul Robeson heilsað upp á Martin Andersen Nexö — og þessi tvö stórmenni listanna í verka- lýðshreyfingunni fengið að ræðast við. Einnig við ísland hafði Nexö samband á þessu skeiði. „Mál og Menning“ gaf þá út „Dittu mannsbarn“ í hinni ágætu þýðingu Einars Braga og „Endurminning- ar“ Nexös. En „Pelle Erobreren“ og „Martin hin röde“, frægustu skáldsög- urnar hafa enn ekki verið þýddar. — Mart- in Andersen Nexö hafði verið hér sem fréttaritari „PoIitiken“ 1909 og skrifaði þá ágæta grein um ísland, sem sýndi skilning hans á sjálfstæðisbaráttu vorri. Var sú grein þýdd í „ísafold“ 18. ágúst 1909. — Þessi grein birtist í „Reiseskild- ringer“, miklu greinasafni Nexös, sem 245

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.