Réttur


Réttur - 01.10.1982, Page 54

Réttur - 01.10.1982, Page 54
Nexö 1908. Börge Houmann sá um útgáfu á og var eitt bindi af þrem í greinasafni hans. Komu ferðaminningarnar út 1954, árið sem Nexö dó. Nexö hafði sagt mér frá Isafoldargreininni í bréfi 1926. þegar ég var að fá leyfi hans ti! að birta ofurlítið úr riti hans „Auðu sætin“, sem Finnur Jonsson hafði þýtt. (Réttur 1926, bls. 26-38). Börge Houmann réðst nú í hvert stórverkið á fætur öðru til að tengja lífsverk og list Nexös sem allra best við verkalýðshreyfinguna og síðari tíma. Auk tuga fallegra, vel unninna smárita um einstaka þætti í lífi þessa mikla verkalýðsskálds, lagði hann í tvenn stórrit, sem hér skal nánar sagt frá. Annað stórritið var útgáfa bréfa Ander- sen-Nexös í þrem bindum í stóru broti (16x10 cm). Fyrsta bindið, tæpar 500 síður, geymir bréf frá Nexö á tímabilinu 1890-1921. Er þar m.a. að finna bréf til Jónasar Guðlaugssonar, er leitar aðstoðar Nexö og hafa þeir og síðar skipst á bréfum. — Annað bindið nær frá 1922- 1936, er um 540 síður. Er þarna um miklar heimildir að ræða til sögu og bókmennta- rannsókna, því bréfaskriftir eru við menn i fjölda landa allt frá Sovétríkjunum til íslands. — Þriðja bindið nær frá 1937-54 að Nexö deyr. Er það tæpar 500 síöur. M.a. eru þar bréfaskriftir við Björn Fransson, er hann þýðir „Endurminning- ar" Nexös. — En hið stórkostlega afrek við þessa bréfaútgáfu cr að við hvert einasta bréf eru upplýsingar um þann. sem bréfaskriftir fara fram við. allar aðstæður og skýringar. Hefur það verið alveg óhemjuvinna að safna saman öllum þeim upplýsingum. Börge Houmann var sæmdur titli heiðursdoktors af Hafnarháskóla fyrir þetta afrek. Það var hinsvegar Gyldendals 246

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.