Réttur


Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 56

Réttur - 01.10.1982, Qupperneq 56
ERLEND VÍÐSJÁ Illvirki Bandaríkjastjórnar Bandaríkjaher beitti ótal tegundum eit- urvopna í árásarstríði sínu á Víetnam. Heilir frumskógar voru eyðilagðir á margra ferkílómetra svæðum með því að varpa lamandi taugagasi (typan: VX) úr flugvélunum „S 130“ og „C 130“ yfir þá. 4 milljónir hektara af fjallaskógum voru þurrkaðir út á þennan hátt. Það tekur 200-400 ár fyrir þá að vaxa aftur og þar, sem jarðvegurinn var eyðilagður með tilbúnum ofsa regnskúrum, tekur það árþúsundir að mynda hann aftur. Ægilegust eru þó illvirki Bandaríkja- manna hvað eiturgasið snertir, sem 2 milljónir Víetnama fengu að kenna á. Og þar koma ekki aðeins til greina kvalir þeirra, er lifa árásirnar af. Eiturgasteg- undirnar „Orange“ blandað með „Diox- in“ breyta erfðaeinkennunum, þannig að börn þeirra, er komist hafa í snertingu við þessar eiturgastegundir Bandaríkja- manna, fæðast vansköpuð á ýmsan hátt: handalaus, ólæknandi sár, hendur á heila- kúpunni o.s.frv. Hundruð þúsunda kvenna verða ófrjóar. Og þessum van- skapnaði fjölgar í sífellu. Tala vanskapn- inga var 1967 33-sinnum hærri en 1952 og 248

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.