Réttur


Réttur - 01.10.1982, Page 58

Réttur - 01.10.1982, Page 58
hættu að tapa fjármunum, sem eru meiri en eignir bankans. — Einn hagfræðingur Brasilíu, Celso Ming, gerði góðlátlegt grín að ástandinu, — Brasilía skuldar 70 milljarða dollara — og sagði: „Ef ég skulda eina milljón dollara, er úti um mig. En ef ég skulda 50 milljarða, þá er úti um bankana!“ Voldugustu bankar heimsins óttast hrun, ef hart er gengið að skuldunautum. Þeir reyna því að semja, lána meira og lengur, — en hvað, ef kreppan versnar? Myndin í „The Times“ sýnir hvað banka- auðvaldið óttast. Brésnjef Iátinn Leonid Iljits Brésnjef, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og for- seti þeirra, andaðist 10. nóv. sl. 75 ára að aldri. Brésnjef var fæddur 19. des. 1906. Faðir hans var stálverkamaður. Fór hann sjálfur að vinna í járn- opg stálverksmiðj- um 15 ára að aldri. Hann gengur 17 ára í æskulýðshreyfingu Kommúnista og í Kommúnistaflokkinn 1931. 1938 varð hann ritari héraðsnefndar flokksins í Dnepropetrovsk. Tók þátt í stríðinu og var gerður að hershöfðingja. 1952 var hann kosinn í miðstjórn flokksins og varð einn af riturum miðstjórnar. 1957 var hann kosinn í framkvæmdanefnd mið- stjórnarinnar og frá júní 1963 ritari, en 14. okt. 1964 aðalritari Kommúnista- flokksins. Forseti ríkisins var hann 1960- 64 og síðan frá 1977 til dauðadags. Kommúnistaflokkurinn lýsti sorg sinni við dauða hans með ýmsu móti og þjóðar- sorg var ákveðin í Sovétríkjunum í 4 daga. Var hann jarðsettur með mikilli viðhöfn í Kremlmúrnum 15. nóvemberog Brésnef. hélt Jurí Andropov, er kosinn var aðalrit- ari flokksins eftir hann minningarræðu um hann, svo og Dmitri Ustinov, félagi í framkvæmdanefnd flokksins. Fjöldi fulltrúa erlendra ríkisstjórna, svo og fulltrúar fjölda kommúnistaflokka hvaðanæva úr heiminum voru viðstaddir athöfnina, til að votta hinum látna leið- toga virðingu sína. Jurí Andropov kosinn aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Jurí Vladimirovits Andropov var kos- inn aðalritari flokksins eftir Brésnjef. Hann var fæddur 15. júní 1914 og var faðir hans járnbrautarverkamaður. 16 ára gam- all fór hann að vinna verkamannavinnu í Ossetiu. 1936 gekk hann í hreyfingu 250

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.