Réttur


Réttur - 01.10.1982, Page 59

Réttur - 01.10.1982, Page 59
Andropov. sínu — og Sovétríkin eru eina stórveldiö í heiminum, sem þessir „kaupmenn dauð- ans“, er drottna í Bandaríkjunum, hræð- ast. Áætlun Sovétríkjanna fyrir árið 1983 N. Baibakov, formaður áætlunarnefnd- ar æðsta ráðsins gerði 23. nóv. grein fyrir áætlun næsta árs. Samkvæmt henni munu þjóðartekjur vaxa um 2% frá árinu 1981. 80% þeirrar upphæðar fer til að bæta lífskjörin. Mánaðarlaun hækka um 2,6% frá árinu 1982 og tekjur bændafólks í samyrkjubúum um 4%. Greiðslur úr sam- eiginlegum sjóðum til ókeypis menntun- ar, heilsugæslu o.s.frv. hækka um tæp 5%. — Rauntekjur á mann munu aukast um 3%, er það hærri tala en undanfarin ár. ungkommúnista og gengdi þar mörgum trúnaðarstörfum. 1939 gekk hann í flokk- inn. Var hann skæruliði í styrjöldinni miklu. 1951 fer hann til starfa hjá mið- stjórn og er kosinn í hana 1961 á 22. flokksþinginu. 1962 verður hann einn af riturum miðstjórnar og síðar yfirmaður öryggisnefndar ríkisins. Frá apríl 1973 hefur hann verið félagi í framkvæmda- nefnd flokksins. Andropov hefur nú tekið við því ábyrgðarmikla starfi að vera leiðtogi Sov- étþjóðanna á þeim stórhættulegu tíma- mótum mannkynssögunnar, þegar ofstæk- isfull yfirdrottnunarstefna bandaríska hervaldsins og auðvaldsins („hernaðar- og stóriðjusamsteypan“, sem Eisenhower varaði þjóð sína og mannkynið við) stofn- ar lífi mannkynsins í hættu með offorsi Namibía Bandaríkin og Suður-Afríka hindra sjálfstæði Namibíu. Orsökin skýrist þegar menn íhuga að fjölþjóðarhringarnir, flest- ir amerískir, flytja út árlega hráefni að verðmæti 1000 milljónir dollara frá hinni hráefnaríku Namibíu. — Pað þarf að þurrausa auðlindirnar og fá loks íbúunum rúið land í hendur. — Við íslendingar þekkjum þessa herra: Bretar ætluðu líka að þurrausa íslensk fiskimið og skilja ísland eftir snautt af fiski. Og Nato-þýin á íslandi ætluðu að ærast er sósíalistar settu 12 mílna fiskveiðilandhelgi 1958. Það átti allt að vera Rússa-þjónkun! Og bresku herskipin réðust á ísland, er var hersetið af Bandaríkjamönnum. Muna menn hvernig fór? 251

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.