Réttur


Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 2

Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 2
anir. Braskararnir eru komnir upp á lagið svo um munar. Þeir munu láta kné fylgja kviði, ef þeir þora. Það er aðeins eitt sem þeir óttast: pólitíska sam- stöðu verklýðssamtakanna. En þeirtreysta á leynivopn sitt til að hindra slíkt: kenninguna um að verklýðssamtökin eigi að vera ,,ópólitísk“. Kenningin um ,,ópólitísku“ verklýðssamtökin er krítarstrikið, sem valdhaf- arnir vilja draga í kringum verklýðshreyfinguna svo henni fari þá sem hænu, sem ekki þorir að hoppa út fyrir. Valdhafarnir vilja gjarna hafa verkalýðs- stéttina að hænu, er verpi þeim gróðaeggjum, uni vel við sitt skammtaða fóður, hafi frelsi til að garga öðru hvoru, — en hoppi bara ekki út fyrir krítarstrikið. Yfirstéttin íslenska hefur séð verklýðshreyfingu lands vors I arnarham. Þá óttast hún ris hugsana hennar og mátt samtaka hennar. Lítilsigld en klók veit sú valdastétt, að þegar risið og valdið fer saman, leysir verklýðs- hreyfingin þau vandamál, sem valdstéttin stendur ráðþrota gagnvart. Því vill hún kreppa þankann innan krítarstriksins. Hún veit að „krepptur þank- inn þolir ekki þetta háa ris.“ Því er það draumur þeirra valdhafa, er hafa asklok fyrir himin og gróðann fyrir hugsjón að umhverfa erni verklýðshreyfingarinnar í hænu krítarstriksins. En sá draumur mun ei rætast. Klippa má fjaðir arnar um stund, knýja hann til að fljúga lágt, jafnvel sá eitri í hreiðrið. — En aftur mun hann hefja sig til flugs. örn íslenskrar verklýðshreyfingar hefur áður flogið fugla hæst — og gleymir því flugi ekki. Alþýðan mun draga arnsúg, hvað sem gert verður til að smækka hana og hefta. örn hennar mun þora að beita báðum vængjum til flugs. Enginn mun til lengdar geta talið henni trú um að hollt sé að fljúga aðeins með öðrum vængnum, því síður að heilladrjúgt sé að umhverfast í hænu. ★ ☆ ★ ,,Réttur“ fer ekki varhluta af dýrtíð þeirri er almenning hrjáir. Þótt allt sem ritað er í hann og unnið þannig fyrir hann sé ólaunað sjálfboðastarf, hrökkva nú áskriftagjöld og auglýsingar ekki fyrir prentun, pappír og útsendingu. Verður því að hækka áskriftargjöld í 600 kr. og eintakið í lausasölu í 200 kr. Birgðir árganganna af ,,Rétti“ í nýja brotinu, frá og með 1967, eru nú brátt á þrotum og verða héðan af seldir á 400 kr. árgangurinn eða 100 kr. heftið, uns annað verður ákveðið. Af næstu árgöngum á undan aftur til 1958 er nokkuð til, en nokkur hefti þar af þó að þrotum komin. Verða hefti eldri árganga yfirleitt seld á 100 kr., nema sérstaklega sé um annað samið. — — Hve vel þessi hækkun dugar til að halda ,,Rétti“ á floti, fer eftir því hve vel gengur að afla nýrra áskrifenda. Einnig er það undir skilvísi áskrifenda komið og verður innheimta árgangsins hafin nú strax eftir útsendingu þessa heftis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.