Réttur


Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 5

Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 5
sjávarútvegur og iðnaður aflar, skilað til bankanna, svo heildsalar og aðrir geti fengið hann að vild og flutt inn hvað sem er án alls tiilits til þjóðarhags og -getu. (I sam- ræmi við slíkar „frelsis"-hugmyndir voru svo t.d. fluttir inn yfir 10 þúsund bílar á síðasta ári fyrir rúmlega 3000 milljónir króna og það einmitt er bensín hækkar hváð mest í verði, — hallinn á utanríkisviðskiptum Is- lands varð svo 16000 miljónir króna 1974 og skuldir landsins stórjukust og eru nú orðn- ar tæpar 52000 miljónir króna). — Stefna verslunarauðvaldsins myndi kollsigla þjóð- arskútunni, ef hún fengi lengi að drottna, ekki síst á krepputímum. En heildsalavaldið læmr ekki að sér hæða: Forsætisráðherrann í núverandi ríkisstjórn, Geir Hallgrímsson, lýsir yfir því „að ekki komi til greina að hverfa frá þeirri fríversl- unarstefnu, sem íslendingar hefðu fylgt á undanförnum árum" (Mgbl. 5. febr. 1975). Þeir herrar hafa ekkert lært og engu gleymt. Sjávarútvegurinn er grundvöllur íslensks atvinnulífs. í borgaralegu þjóðfélagi væri eðlilegt að atvinnurekendur þessara fram- leiðslugreina væru forysta yfirstéttarinnar. Það stefndi í þá átt á þriðja áratugnum. En þá fékk sá útvegur fyrsta höggið frá versl- unarvaldinu með gengishækkuninni 1926 og hafði ekki náð sér, er hann fékk rothöggið í heimskreppunni 1931 og bar ekki sitt barr síðan uns nýsköpun atvinnulífsins kom til 1944—47. — Fyrir verslunarvaldið var út- gerðin alltaf mjólkurkýr, er þurrmjólka skyldi fyrir heildsalastéttina, en þar sem ekki dygði að slátra henni skyldi hressa hana við með gengislækkunum, ef hún ætlaði að drep- ast. — Þar sem sjávarútvegurinn var undir- staða alls atvinnulífs, skyldu menn ætla að utanríkisversluninni væri sérstaklega hagað með það fyrir augum að tryggja honum markaði, en mestmegnis tekst verslunarvald- inu að knýja þar fram sína einkastefnu í ber- högg við hagsmuni landsins og sjávarútvegs- ins.. Iðnrekendastéttin er yngst og veikust af borgarastéttunum, hefur vaxið að nokkru í skjóli tollverndar og vissra hafta, svo sem ætíð hefur tíðkast með iðnrekstur í auðvalds- þjóðfélögunum. Iðnrekendastéttin hefur því oft pólitískt séð verið sem mús undir fjalar- ketti hjá verslunarvaldinu, enda stundum verið limur af þess meiði. En sjálfstæði henn- ar hefur þó vaxið nokkuð, en þá kemur til sögunnar útlenda stóriðjan og fyrir henni liggur verslunarvaldið hundflatt. Því hefur það oft orðið svo í sögu íslands síðusm hálfa öld að sú verklýðshreyfing, sem eðlilega á í höggi við útgerðarmenn og iðnrekendur sem atvinnurekendur sakir and- stæðra hagsmuna um kaupgjald, verður sá aðili, sem berst fyrir vexti og viðgangi einmitt þessara atvinnugreina af því þær eru grund- völlur að atvinnu og lífi í landinu og verður þá óbein stoð þeirra gegn verslunarauðvaldi og erlendri yfirdrottnun. Og jafnframt er ljóst að einmitt þessar tvær greinar krefjast skynsamlegrar skipulagningar atvinnulífsins og slíkar heildarstjórnar á þjóðarbúskapnum að líf þeirra sé tryggt, en þeim ekki fórnað á „frjálsum stórmarkaði" auðvaldsins í heirn- inum. En mikill hluti, einkum útvegsmanna, hefur löngum látið ginnast og heillast af frelsi brasksins og áróðri fyrir því og lestir hverskonar svindils siglt í það kjölfar, en afkomuöryggi sjávarútvegsins verið fórnað á altari brasksins á „stórmörkuðunum". Og af því skilninginn brast hjá þessum mönn- um á nauðsyn þess að tryggja sjávarútveg og iðnað gegn arðráni og óreiðu verslunar- valdsins, þá beina þeir baráttu sinni, er harðnar á dalnum, gegn hinum vinnandi stéttum, sem í senn eru undirstaða þessara 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.