Réttur


Réttur - 01.01.1975, Side 7

Réttur - 01.01.1975, Side 7
Starfsskrá Alþýöuflokksins — næsta kjörtímabil Nokkur sýnishorn ai ihaldsumhyggju almenningsheill mál í Rétti 1971 bls. 209 og áfram). En „Rauðka" skilaði í skýrslu góðri þeirri fyrstu miklu rannsókn á þjóðarhag Islend- inga og atvinnulífi, sem gerð hefur verið. Ein höfuðniðurstaða hennar var þessi: „Fjár- tnagnið í verslnninni verður að flytja yfir í framleiðsluna”. (bls. 129 í skýrslunni). Það var auðvitað ekki gert. Utgerðinni hnignaði allan áratuginn og atvinnuleysið jókst. Fram- sókn sprengdi síðan „stjórn hinna vinnandi stétta" og „þjóðstjórnin" alræmda hóf síðan ofsóknir sínar og árásir. NÝSKÖPUNIN Meðan heimsstyrjöldin síðari stóð yfir, áttu hugmyndir um betri heim að stríðslokum, heim án kreppna og atvinnuleysis, heim al- þjóðlegrar verkaskiptingar í framleiðslu, sterkar rætur í hjörtum manna og hugum. Stefnuyfirlýsing nýsköpunarstjórnarinnar bar þessa greinilega rnerki. Þar segir strax í I. kafla hennar að ríkisstjórnin skuli leitast við að „fá viðurkenndan rétt Islands til sölu á öllum útflutningsafurðum landsins, með tilliti til alþjóðlegrar verkaskiptingar á sviði framleiðslu". Ennfremur í III. kafla: „Ríkis- stjórnin skipar nefnd, er gerir áætlanir um, hver atvinnutæki þurfi að útvega landsmönn- um til sjávar og sveita, til að forðast að at- vinnuleysi skapist í landinu". Og í lögum um þessa nefnd, nýbyggingarráð, var ákveðið að það skyldi búa til heildaráætlun fyrst um sinn til næstu fimm ára „um nýsköpun ís- lensks þjóðarbúskapar." Sú nefnd var sett, áætlunin gerð og framkvœmd. Brotið var blað í atvinnusögn lslands. Raunhcefur tcekni- legur framleiðslugrundvöllur var settur und- ir þá lífskjarabyltingu alþýðu er knúin var fram á þessum árum með stéttabaráttu henn- ar. (Nánar í Rétti 1971, bls. 209—14). Forsenda nýsköpunarinnar sem pólitískrar hugmyndar var stórsigur Sósíalistaflokksins í þingkosningunum 1942, sterk pólitísk for- usta hans í Alþýðusambandinu og verkalýðs- félögunum, marxistiskur skilningur hans á lögmálum efnahagslífsins og byltingarkennd- ur stórhugur um breytingar á atvinnulífinu. Möguleikinn til þess að gera þessar hug- myndir, — af sósíalistiskum toga spunnar, — að veruleika var bandalag verkalýðsins við þá forustu Sjálfstæðisflokksins, er skildi hags- muni útgerðarinnar og mikilvægi sjávarút- vegsins. Og í andstöðu við þetta nýsköpunar- bandalag var verslunarauðvaldið, Framsókn og afturhaldsöfl þau, er þá réðu Landsbank- anum, er þá var og seðlabanki Islands. Bylting sú í anda áætlunarbúskapar, sem nýsköpunin var í atvinnulífi Islendinga, var þannig gerð af verkalýðnum í bandalagi við 7

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.