Réttur


Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 10

Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 10
hús voru að stöðvast. En með sex vikna verk- falli 1955 hafði verkalýðurinn sýnt þessum flokkum að hann ætlaði ekki að láta óstjórn þeirra bitna á sér. Fyrir forgöngu sósíalista tókst með til- komu vinstri stjórnarinnar 1956 að gerbreyta því ófremdarástandi, sem hlýðnin við Mars- hallstefnuna hafði skapað. Sósíalistisku markaðirnir voru opnaðir aftur, Sovétríkin ein keyptu í árslok 1956 32 þúsund smá- lestir freðfisks, framleiðslan á honum náði hámarki með 85 þúsund smálesta fram- leiðslu á ári og sósíalistísku löndin keyptu 30% af útflutningsvörum Islands, — at- vinnuleysið var afnumið, litlu austur-Jiýsku togararnir fluttu nýtt líf í fjórðunga, sem at- vinnuleysið áður hrjáði. — En Framsóknar- afturhaldið hindraði framkvæmd þess áætl- unarbúskapar, er lofað var. (Sjá nánar í „Rétti” 1971. bls. 212 etc.). Framsókn sprengdi vinstri stjórnina í des. 1958 og setti sjálfa sig í 12 ára „útlegð”, en „viðreisnarstjórn” verslunarvaldsins tók við, amerísk „frelsis"-fyrirmæli giltu að nýju, at- vinnuleysi og landflótti hrjáðu verkalýð, gengislækkanir urðu meiri en dæmi voru til áður, viðskipti við sósíalistisk lönd voru skor- in niður í 10% utanríkisviðskiptanna. (Sjá nánar um þetta er „Rétti" 1973, bls. 249 etc.). „Viðreisnar"-herrarnir trúðu jafnvel sjálfir blekkingaráróðrinum um „frjálsu verslun- ina". Það sást best Jsegar viðreisnarstjórnin lagði fram frumvarp um ríkisverksmiðju til framleiðslu á kísilgúr við Mývatn, og kvaðst mundu láta selja hann á hinum fína, frjálsa markaði í Evrópu — og fékk frumvarpið samþykkt 1964. En á árinu á eftir kom þessi sama stjórn til Alþingis — rétt eins og hala- klipptur hundur — og kvaðst hafa rekið sig á það að markaðurinn fyrir J)essa vöru væri einokaður í hinum „frjálsa heimi" af banda- rísku fyrirtæki, Johns-Manvilleú’ Það yrði Joví að gerbreyta lögunum, gera Jsetta einok- unarfyrirtæki að meðeiganda í hlutafélagi með ríkinu og fela því að annast alla sölu kísilgúrsins fyrir góða borgun. Og viðreisnar- meirihlutinn á Alþingi Islendinga heyrði og hlýddi: lög er tryggðu meðeign og einokun voru samþykkt 1966: Bandaríska verslunar- frelsið hafði sýnt sína sönnu ásjónu: auð- valdseinokun. Nú var búið að kenna Jæssum viðreisnar- herrum að beygja sig fyrir erlenda hringa- valdinu. Smánarsamningurinn við svissneska álhringinn var gerður og kostar Island 1000 miljónir króna á ári í tap vegna of lágs verðs á rafmagninu auk þess að gefa þessum hring sérréttindaaðstöðu utan við íslensk lög og rétt. Þannig hefði verið haldið áfram að ofur- selja Island í helgreipar erlends gróðavalds, ef alþýða hefði ekki kippt í taumana í kosn- ingunum 1971 og knúð fram myndun vinstri stjórnarinnar síðari. Það hafði verið táknrænt undir „viðreisn- ar"-stjórn verslunarvaldsins að sjávarútvegur- inn hafði staðnað og ýmsum greinum íslensks iðnaðar verið stofnað í hættu með EFTA- samningnum, en útlent auðvald tekið að hreiðra um sig og þjarma að landi og lands- mönnum sem forðum. Það þurfti enn einu sinni sósíalista í ríkis- stjórn Islands til Jsess að tryggja íslensku atvinnulífi sinn sess, útrýma atvinnuleysi og skapa aðstöðu til þess að verklýðshreyf- ingin gæti knúið fram bestu launakjör, sem enn höfðu náðst. Magnús Kjartansson sannaði þjóðinni það sem iðnaðarráðherra að hægt var að beygja erlend auðfélög undir íslensk lög og rétt, láta þau greiða fullt gjald fyrir orku, undirgang- ast íslensk mengunarlög og vera í minnihluta í íslensku hlutafélagi, ef Islendingar álitu 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.