Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 33

Réttur - 01.01.1975, Page 33
Blóð- sunnudagurinn 9. janúar 1905 Zarinn blóðugi. Teikning eftir Galanis i „L’ássiette au beurre" í París í febrúar 1905. Sunnudaginn 9. janúar 1905, fóru þús- undir verkamanna í Pétursborg áleiðis til keisarans með bænaskjal, undir krossum og keisaramyndum, til að biðja hann líknar í eymd sinni. Orbirgðin svarf að þeim. Rúss- nesk—japanska stríðið jók enn á hörmung- arnar. Gapon prestur, sem hafði starfað með- al þeirra í samráði við leynilögregluna, taldi þeim trú um að keisarinn myndi bænheyra þá. Svarið er fólksfjöldinn fékk voru skotin úr byssum varðliðsins við Vetrarhöllina. — Þau skot drápu eigi aðeins fjölda fólks, þau drápu líka barnslegu trúna á keisarann í hjörtum fólksins. Maxim Gorki var í Pétursborg þennan dag. Hann mótmælti harðlega morðunum, því yfirvöldunum var mjög vel kunnugt um friðsamlegan tilgang fólksins. Hann var tek- inn fastur, en það varð að sleppa honum úr fangelsinu sakir mótmæla frá ýmsum lönd- um Evrópu. Gorki skrifaði lýsingu á þessum degi í ritgerðinni: „9. janúar". Og ef til vill var þessi atburður kveikjan í snilldarsögu hans „Móðirin", sem hann skrifaði árið eftir. (Þýdd af Halldóri Stefánssyni og gefin út af Máli og menningu 1938). Blóðsunnudagurinn varð raunverulega upphaf uppreisnarinnar um allt Rússaveldi 1905—6. Verkamenn og bændur risu hvar- vetna upp gegn kúguninni. 14. júní varð upp- reisnin á bryndrekanum „Potemkin". A síð- ustu mánuðum ársins náði þessi uppreisn hámarki sínu. Byltingarmenn töpuðu, en lærðu nóg til þess að næsta uppreisn heppn- aðist: 7. nóvember 1917. Uppreisnin á Potemkin og „Móðirin" eru bæði tekin til meðferðar í tveim af snjöllustu kvikmyndum þeirrar listar. Og norður í Kanada orti Stephan G. hið stórfenglega kvæði sitt „Pétursborg", sem birt er hér á eftir. 33

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.