Réttur


Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 43

Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 43
að hann hefur ekki aðeins ákveðið markmið fyrir stafni, heldur gerir sér líka grein fyrir þeim le ð- um, sem hugsanlegar eru til þess að ná þessu markmiði og þeirri stjórnlist, sem nauðsynlegt er að beita i þvi stéttastriði, er verður að heyja til þess að brjóta þá braut. Og í öllu sinu starfi, öllum sínum athöfnum og baráttuaðferðum tekur hann mið af lokatakmarkinu og þeirri stjórnlist, sem beita verður til þess að ná því. Það er besti mæli- kvarðinn á alvöru og einlægni sérhvers byltingar- flokks. SKILYRÐI SÓSÍALÍSKRAR BYLTINGAR Áður en hægt er að ræða um stjórnlist, er nauð- synlegt að gera sér sem gleggsta grein fyrir þeim skilyrðum, sem þurfa að koma til, svo að unnt sé að framkvæma sósialiska byltingu. I 11. tbl. Neista 1974 er yfirlýsing frá fram- kvæmdarnefnd Fylkingarinnar, þar sem segir svo: „Nauðsynlegt skilyrði valdatöku verkalýðsins eru innri kreppa auðvaldsskipulagsins sjálfs og þróuð byltingarvitund framsæknasta hluta verka- lýðsstéttarinnar ásamt mikilli ólgu meðal verka- lýðsins alls og upplausn I herbúðum auðvaldsins." I þessari stuttu, gagnorðu málsgrein er furðu mikið sagt um grundvallarskilyrði sósíalískrar bylt- ingar. Ég er því algerlega sammála, svo langt sem það nær. Við skulum nú athuga þetta dálítið nánar. Hér er um að ræða þæði hlutveruleg og hug- læg skilyrði. Við skulum fyrst lita á hin hlutveru- legu, efnahagsaðstæður og þjóðfélagsaðstæður I heild. Eða með öðrum orðum það, sem við venju- lega köllum þyltingarástand. I hinni stórmerku grein sinni um hrun II. Al- þjóðasambandsins, sem skrifuð var á aðdraganda- tímabili rússnesku byltingarinnar, ræðir Lenín ein- mitt um það, sem hann kallar hlutverulegt bylt- ingarástand. Þær breyt ngar á þjóðfélaginu, sem leiða til byltingarástands, gerast hvað sem liður vilja og óskum einstakra hópa, flokka og stétta. Án slíkra skilyrða er bylting yfirleitt ógerleg. Byltingarástand er þá fyrst og fremst fólg'ð í eftirfarandi: 1. Hin ráðandi stétt getur ekki haldið drottnun- arvaldi sínu með sama hætti og áður. Hún ratar i pólitískan vanda, sem hún fær ekki við ráðið, Brynjólfur Bjarnason flytur erindi þetta í félags- heimili stúdenta, 16. desember 1974. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.