Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 44

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 44
miss!r stjórn á þjóðfélagsöflunum og fær ekki hamið þau. Til þess að bylting verði, þarf hvort- tveggja að koma til: Að lágstéttirnar vilji ekki una því llfi, sem þær lifa, og að yfirráðastéttirnar geti ekki lifað lífi sínu með sama hætti og áður. 2. Neyð og örbirgð lágstéttanna hefur aukist til stórra muna og náð þvi marki, sem alþýðan fær ekki að reyna við venjulegar aðstæður. 3. Af þessum ástæðum kemst fjöldinn i uppnám, fólk sem á venjulegum tímum unir arðráninu, verður v rkt og rís upp, knúið til þess, ekki aðeins vegna hins óþolandi ástands, heldur líka af hinum ráð- andi stéttum sjálfum. [ sem fæstum orðum: Framvindan stefnir á bylt- ingu, þegar hin ráðandi stétt er úrræðalaus, kemst i sjálfheldu, og sívaxandi ólga er meðal lágstétt- anna. Til þess að skapa slíka ólgu getur vissulega fleira komið til en örbirgð n ein. Þar geta margar oft samverkandi orsakir verið að verki svo sem erlend Ihlutun, styrjaldlr, fasískar ráðstafanir af hálfu ráðandi stétta o. s. frv. En fleira þarf að koma til en þessi skilyrði, sem venja er að kalla hlutveruleg, til þess að úr verði sigursæl bylting. Byltingarástand leiðir ekki alltaf til bylt ngar eins og fjölmörg dæmin sanna. Bylting gerist ekki af sjálfu sér og auðvaldsskipu- lagið deyr heldur ekki af sjálfu sér. Það er nauð- synlegt að greiða því líknarhöggið. Auk þeirra efnahagslegu og þjóðfélagslegu skilyrða, sem áður eru talin, verða eft rfarandi for- cendur að koma til: Vald til að framkvæma byltinguna, vald, sem ekki aðeins hefur i fullu tré við valdatæki ráðandi stétt- ar, heldur lika þá yfirburði, sem tryggja s'gurinn. Sömuleiðis styrkleika til að halda völdunum. Þetta vald er margþætt, þar á meðal vopnavald meðan yfirstéttin er vopnuð eða hefur tök á stuðningi erlends vopnavalds. Þetta gildir alveg án t'llits til þess, hvort til vopnaviðskipta kemur í raun og veru eða ekki. Til þess að halda völdunum og til þess að fram- kvæma umskipt n frá kapítalisma til sósíalisma þarf byltingarstéttin á eigin rikisvaldi að halda, sem hún verður að byggja upp frá grunni. Þetta hafa allar fyrri byltingar sýnt og sannað svo ræki- lega, að ekk1 ætti lengur að vera neitt deilumál, og þróun hins kapítalíska ríkisvalds á löngu tíma- bili siðkapítalismans gerir þetta enn augljósara. Hitt er svo annað mál hvaða mynd þetta ríkisvald tekur á sig. Það getur orðið með ýmsum hætti. Eftir alla hina margþættu reynslu hálfrar aldar er það líka mik ð vandamál, hvernig á að koma i veg fyrir, að þetta riki einangrist frá fjöldanum eins og dæmin sanna, hvernig á að tryggja að það verði verkfæri fjöldans á meðan þessa rikisvalds gerist þörf. Þetta er líka mjög mikilvægt stjórn- l'starvandamál. En það er utan þeirra marka, sem við höfum sett umræðuefninu hér í kvöld. Og loks þurfum við á flokki að halda, sem er fær um að hafa forustu á aðfarartimabili bylt ngar- innar og i sjálfri byltingunni til þess að leiða hana farsællega til lykta. E tt allra mikilvægasta atriði stjórnlistarinnar er að gera sér grein fyrir gerð flokksins og hlutverki. I dálitlu kveri um stefnu og starfshætti Sósíal- istaflokksins, sem út kom 1952, lýsti ég hlutverki flokksins í mjög stórum dráttum á þessa leið: „Flokkurinn er . . . samtök um málstað stéttar- innar sem heildar. Verkefni hans er að standa við stýrisvölinn á vandrataðri siglingu, móta stefnuna á hverju tímabili, ákveða baráttuaðferðir þær, sem vænlegastar eru til sigurs, annast fræðslu- og upp- lýsingastarf og boðun fræðikenningar sósíalismans, v nna að þroskun verkalýðsstéttarinnar i hugmynda- legum efnum, leggja til mannval með næga reynslu og þekkingu til að hafa forustu og framkvæmdir á hendí á hinum ýmsu sviðum, beina baráttunni að einu marki, samræma h na ýmsu þætti hennar með lokatakmarkið, valdatöku hins vinnandi fólks og framkvæmd h'.ns sósíaliska þjóðskipulags fyrir stafni." Til þess að geta gegnt þessu hlutverki verður flokkurinn að vera tengdur verkalýðsstéttinn' og öðrum byltingaröflum þjóðfélagsins ótal böndum, eiga sér djúpar rætur meðai fjöldans svo að hann sé viss um fulltingi hans, hvenær sem til meiri- háttar átaka eða úrslitaátaka kemur. Hann verður að hafa þá marxisku þekkingu til að bera, sem nauðsynleg er 11 þess að visa stétt- inni leiðina og kunna skil á þeirri stjórnlist, sem verður að beita i þvi landi, sem hann starfar í, og við þær tilteknu sögulegu aðstæður, sem um er að ræða hverju sinni. Hann verður að vera einhuga í öllum me riháttar athöfnum, ein skipulagsheild með óskiptum vilja i öllum stórátökum til þess að geta stjórnað bar- áttunni og beint henni að einu marki. Sterkt miðstjórnarvald er nauðsynlegt hverjum byltingarflokk til þess að geta stjórnað baráttunni á öllum þróunarskeiðum, innan auðvaldsskipulags- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.