Réttur


Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 48

Réttur - 01.01.1975, Blaðsíða 48
vanþróunar geta ekki lagt inn á brautir sósíalism- ans. Til þess eru nú allstaðar hlutlæg skilyrði með stuðningi hins sósíalíska heimshluta. Á hinu tiltölulega langa blómaskeiði kapítalism- ans síðustu áratugina hefur örbirgð n í flesxum hálfnýlendum og vanþróuðum löndum færst mjög í aukana og arðránið verið óskaplegt. Meginand- stæðurnar í heiminum eru nú milli hins arðrænda og undirokaða múgs vanþróuðu landanna annars- vegar og hinna kapítalísku heimsvelda hinsvegar. Og einmitt í þessum löndum eru veikustu hlekkir hins kapítalíska heimskerfis. Samfara þessu hafa orðið miklar breytingar i helstu auðvaldslöndunum heimafyrir. Völdin i efna- hagslífinu hafa færst me'r og meir i hendur tiltölu- lega fámenns hóps. Tækniþróunin hefur breytt stéttaskptingunni mjög verulega. Hin gamla öreigastétt er ekki sú sama og áður, fólki í þjón- ustustörfum hefur fjölgað mjög, hið nýja arðráns- kerfi, sem spannar miknn hluta heims, gerir enn kleift að halda uppi verkamannaaðli og tiltölulega vel stæðri millistétt. Efnahagslegt sjálfstæði ein- stakra rikja þokar fyrir völdum fjölþjóðlegra risa- samsteypa. Efnahagsbandalag ð og Atlantshafs- bandalagið eru einskonar sameiginleg trygging gegn byltingaröflunum í hverju einstöku aðildarríki. Styrkleikahlutföllin milli stéttanna, ekki aðeins í hverju einstöku landi, heldur á heimsmælikvarða ráða úrslitum um það, hvort sósíallsk bylting getur orðið sigursæl. I þessu efni hafa orðið geys'miklar breytingar eftir síðustu heimsstyrjöld. Um það bil þriðjungur mannkynsins hefur lagt inn á brautir sósíalismans, og eins og sak'r standa má heita valdajafnvægi milli auðvaldsheimsins og hins sósi- alíska heimshluta. Frá stríðslokum hefur styrkur sósíalísku ríkjanna gagnvart auðvaldsheiminum vax- ið gífurlega og sú þróun heldur áfram. Við þetta bætist að kommún'staflokkar og aðrir byltingar- flokkar I auðvaldsheiminum hafa vaxið mjög að styrkleika. Okkur finnst stundum lítið þokast áfram á líðandi stund. En þegar við lítum yfir lengra tíma- bil, sjáum við að einmitt I þessu efni hefur þróun- in verið mjög ör á siðustu áratugum. Þá er að líta á sjálf valdatækin. Hið borgaralega ríkisvald er jafnmikið stéttarvald og það hefur nokkurntíma verið, enda þótt enn hafi tekist að halda h'n borgaralegu lýðræðisform nokkurnveginn I heiðri I flestum löndum Vesturevrópu eftir stríðið. Það gildir því enn hið sama og á dögum Lenins að því leyti, að það verður nauðsynlegt að losa sig við hið gamla ríkiskerfi og byggja upp annað nýtt I staðinn. En þegar Lenín skr faði aðalverk sin, var enn gert ráð fyrir því, að byltingin mundi verða heimsbylting, gerast I helstu löndum heims á til- tölulega stuttu tímabili. Nú er staðreyndin sú, að sambýli sósialisma og kapítal sma mun verða á löngu sögulegu timabili. Og þessi staðreynd ásamt hinni gerbreyttu hernaðartækni gerbreytir líka öll- um aðstæðum. STJÓRNLISTARVANDAMÁL OKKAR TÍMA Hinir gömlu tímar, þegar öreigastéttina skorti ekki annað en samheldnina, samtökin, einbeittnina og forustuna til þess að steypa auðvaldinu af stóli, þegar meiriháttar kreppu bæri að höndum, eru nú fyrir löngu liðnir. Nú er öldin önnur, en þegar fólk- ið gat sigrað yfirráðastétt lands síns svo að segja með berum hnúunum og varist erlendri árás með ákaflega frumstæðum vopnum samanborið við vopnabúnað nútímans. Nú stendur verkalýður hvers lands ekki aðeins andspænis hinni tröllauknu striðsvél sinnar eigin yfirstéttar heldur líka ger- eyðingarvopnum erlendra stórvelda. Hinar nýju vígvélar, sem komu fram ó efri órum Engels, voru eins og barnaleikföng I samanburði við þau, en þó sá hann þá þegar, að nýjan vanda bar að hönd- um, sem horfast þurfti I augu við. Atlantshafs- bandalagið var ekki einungis stofnað gegn löndum Austurevrópu heldur líka og miklu fremur gegn byltingaröflum Vesturevrópu. Hinar gömlu leiðr koma þvi ekki lengur til greina. En jafnvist er hitt, að ef mannkynið á að lifa, þá verður hin sósialíska bylting að finna sér nýjar leiðir. Hverjar eru þessar leiðlr? Það er stjórnlistar- vandamál okkar tíma. Hinar nýju aðstæður krefjast nýrrar stjórnlistar. Og hún þarf að vera samræmd á heimsmælikvarða. Kommúnistaflokkar og aðrir byltingarflokkar auðvaldsheimsins hafa enn ekki mótað þó stjórnlist, sem dugar. Hún er enn I brot- um og sumstaðar mjög á reiki. Á ég þar framar öllu við kommúnistaflokka Vesturevrópu. Þetta er brýnasta vandamál sósíallskrar byltingar á okkar timum. líf og örlög mannkynsins liggja við. Hér þarf að koma til djúpstæð rannsókn og krufning af hálfu hins færasta mannvals sósíalismans um allan heim, samanlagt lifsstarf fjölda manna, sem verður að fara fram samtímis hinni hraðfleygu 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.