Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 64

Réttur - 01.01.1975, Síða 64
Kommúnistaflokkur Israels (Rakah) tók afstöðu gegn árásarstríði Israels 1967. Berst hann fyrir hvorutveggja í senn: að varðveita Israelsríki og að leyfa Palestínumönnum að velja á milli hvort þeir snúi heim eða fái skaðabætur og svo sérstakt ríki Palestínu- araba. — Það færi betur að slíkum tillögum yrði vel tekið. Israelsríki er sjálft í hættu, ef enginn skilningur er sýndur á hinni erfiðu aðstöðu Palestínu-Araba. En hitt þarf líka að muna að innan flestra Arabaríkja eru kommúnistaflokkarnir bannaðir og Jíar sem Jæir eru leyfðir, eins og í Irak, líða Jseir enn undir fyrri blóðtökum og ofsóknum. Sköpun þjóðar og þjóðernistilfinningar rerður til með ýmsum hætti. Gyðingar, sem voru dreifðir um alla Evrópu og miklu víðar, fundu að vísu til sín sem trúarflokks og höfðu ríka tilfinningu fyrir sögu sinni, en samlöguðust meir og meir þjóðum þeim, er þeir tilheyrðu. Menn eins og Marx, Heine, Georg Brandes eða Benja- min D’israeli (Lord Beaconsfield), litu alls ekki á sig sem Gyðinga, heldur voru það ofstækisfullir andstæðingar, sem í sífellu ólu á því að Joeir tilheyrðu þeim kynstofni. Og hugmyndin um sérstakt Gyðingaríki — Israel — fékk þrátt fyrir baráttu Zíonista og gömul bresk loforð — ekki áþreifanlega mynd og framkvæmd fyrr en eftir að hinar ægilegu Gyðingaofsóknir nasista höfðu vakið slíka samúð með Gyðingum að Sameinuðu þjóðirnar kváðu á um myndun Israelsríkis og Gyðingar tóku að flykkjast þangað til að forðast frekari ofsóknir. — En í samþykkt S.Þ. var einnig gert ráð fyrir Palestínuríki. Palestínu-Arabar munu ekki hafa fundið svo mjög til sín sem sérstök þjóð, aðskilin frá öðrum Aröbum, fyrr en hrakningar Jxúrra byrja og eftir 1967 eykst þjóðernistilfinning þeirra svo að óumflýjanlegt er að viðurkenna þá sem þjóð og rétt Joeirra til sjálfstæðs ríkis. Það er hart að stjórnendur ísraels, sem sjálft er til orðið vegna ofsóknar sem þjóð Jseirra varð að þola skuli nú gera sig seka um of- sóknir sjálfir og geta ekki viðurkennt rétt Palestínu-Araba. Því ánægjulegra er að sjá hvernig einmitt kommúnistarnir í Israel skilja og viðurkenna rétt beggja þjóða út frá alþjóðahyggju sósíal- ismans og skilnings á réttmæti þjóðfrelsis- baráttu. BELGÍA Sósíalistaflokkur Belgíu, sem er annar stærsti flokkur landsins, samþykkti á flokks- þingi sínu í vetur, er haldið var í Brússel, nýja stefnuskrá. Er hún mjög til vinstri við þá sem verið hefur. Er það sama þróun hjá sósíaldemókrötum og í Frakklandi. Fulltrúi franska flokksins Pierre Mauroy sagði í ræðu á fundinum: „Tími smáendurbóta er liðinn, höfuðatriðið er ekki lengur að sveigja kapít- alismann í átt til meira réttlætis, heldur slíta öllum tengslum við hann." Höfuðatriði hinn- ar nýju stefnuskrár eru: Þjóðnýting fram- leiðslutækjanna, áætlunarbúskapur og sjálf- stjórn fyrirtækja. Með hinu síðastnefnda er átt við að ganga skrefi lengra en að verka- lýðurinn líti eftir fyrirtækjunum, heldur að koma á raunverulegu atvinnulegu lýðræði. Hin nýja stefnuskrá, — þótt svo róttæk væri, — var samþykkt næstum einróma: með 934 atkvæðum gegn 7. TYRKNESKIR KOMMÚNISTAR Þegar Natóríkið Tyrkland, réðst á Cyprus í sumar, — og hafði fengið grænt ljós til innrásarinnar frá Bandaríkjastjórn — sendi Kommúnistaflokkur Tyrklands frá sér áskor- un til alþýðu manna þar sem flokkurinn for- dæmdi innrásina, afhjúpaði tilgang tyrknesku 64

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.