Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 67

Réttur - 01.01.1975, Page 67
hins kommúnistiska flokks þar í landi. Hér segir nokkuð frá ævi hans. Hnberto Alvarado Palanco var fæddur 1926 í Quezoltenango, næststærstu borg landsins. Hann lauk ekki háskólanámi, af því ritstörf og stjórnmál tóku allan tíma hans. Meðan frelsi ríkti í landinu (1944— 54), vann hann mikið með rithöfundum og öðrum listamönnum að eflingu lista og menningar í landinu. Þegar Verklýðsflokkur Guatemala (PGT) var stofnaður 1949 gekk hann í hann og eftir að einræðið komst á fyrir tilstilli Bandaríkjanna (CIA) vann hann að skipulagningu flokksins til leynibaráttu og að myndun skæruliðasveita, sem 1962 reyndu að steypa fasistastjórninni en mis- tókst. Stjórn flokksins lét hann fara úr landi 1970 eftir að fasistalögreglan tvisvar sinnum hafði náð honum, en orðið að sleppa honum vegna alþjóðlegra mótmæla. En eftir að Manson, aðalritari flokksins var myrtur, fór Alvarado í nóvember 1972 inn í landið á laun og tók að sér aðalritarastarfið. Honum hafði tekist að skipuleggja flokkinn mjög vel og fá margt ungra manna til starfa, en fasistunum tókst að klófesta hann og myrða — eins og þeir áður hafa myrt þúsundir bestu ættjarðarvina þessa fátæka, hrjáða lands. HUNGUR OG AUÐVALDSSKIPULAG Það þarf 10—12 miljónir smálesta til þess að bæta úr þeim uppskerubresti, sem veldur Frelsissinni myrtur i Gualemala, likinu fleygt á götuna. Kona hans og barn sitja hjá. 67

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.