Réttur - 01.10.1975, Side 1
œttur
57. árgangur
1975—4. hefti
Það reynir á reisn íslensks verkalýðs og hreyfingar hans á næstunni. Sú
prangarastétt, sem stefnunni ræður nú, mun annaðhvort kollsigla þjóðar-
skútunni með ofhleðslu brask-bákns síns, — eða sigla henni í strand á fjör-
um erlendu skuldanna, einblínandi á skurðgoð sitt á klettastöllunum: alræði
prangsins — sem hún prýðir með fögru nafni frelsisins. Nema annaðhvort
gerist: að bandingjum lágkúrunnar og úrræðaleysisins takist að blekkja al-
þýðu til þess að fórna hagsmunum sinum, svo forréttindi prangaralýðsins
verði í engu skert, — eða hitt að verkalýðshreyfingin rísi upp í öllu sínu veldi
og víki vandræðastjórninni til hliðar segjandi: Nú skal ég sjálf taka við stjórn
og ábyrgð með þeim, sem enn láta sér annt um atvinnulif, sjálfstæði og
framtíð þessa lands.
Afturhaldið íslenska hefur aldrei séð aðra lausn en lækkun launa íslensks
almúga, hvort sem verið hefur hin versta kreppa eða yfrið nóg af auð: Svo
var það haustið 1932, er miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að hefja alls-
herjar kauplækkun með launalækkun í atvinnubótavinnunni og það kostaði
bardagann 9. nóvember að sanna að peningar væru til án launalækkunar-
rnnar. Og svo var það 1944, er afturhaldsöfl prangaranna í Framsókn og
íhaldi heimtuðu launalækkun, en verkalýðurinn tók í taumana og vann
209