Réttur


Réttur - 01.10.1975, Qupperneq 7

Réttur - 01.10.1975, Qupperneq 7
talið efnahagslegt. Og baráttan fyrir því jafn- rétti — og að tryggt verði að það verði og jafnrétti kynjanna — mun hefjast í flokk- unum sjálfum, er þjóðfélagið móta, — það, sem nú er, og það sem kemur. Og það skyldi engan undra þótt konur sæu til þess að allt að helmingur þingsæta yrði frá næstu kosn- ingum skipaður þeim. Ef til vill byrja þær vinnandi konur, sem sækja efnahagsjafnréttið fastast, á því að knýja slíkt fram í verklýðs- flokkunum. Þær hafa nú sýnt svo ei verður um deilt að þær eru að minnsta kosti jafn- færar karlmönnum til þess að hafa forustu fjöldasamtaka og stjórnmálahreyfinga. — En vilji vinnandi konur sýna í verkinu að ein- hliða karlaveldi verði ekki þolað í þessum samtökum, sem úrslitum mun ráða um mót- un mannfélagsins, þá er upphafið á slíkum aðgerðum þeirra að fjölmenna inn í flokka þessa og gerast virkir aðilar þar að starfi og forustu. Framþróun: Það var ánægjulegt þroska- merki þessa mikla fundar hve rík alþjóða- hyggja kvennanna var: Krafan um framþróun er krafa flutt vegna kvenna í „þriðja heim- inum" var viðkvæðið. Þegar barist er fyrir framkvæmd þeirra hugsjóna að bágstaddar konur fyrri nýlendna öðlist aðstöðu velferð- arþjóðfélaga, þá verður að horfast í augu við að það eru hinir voldugu auðhringir heims, sem enn arðræna þriðja heiminn — í félagi við keyptar yfirstéttir hans. Ofur- valdi og arðráni þessara risa verður að hnekkja, ef konur — og karlar — alþýð- unnar í þessum löndum eiga að hefjast á hærra stig efnahags og menningar. Sem stendur miðar ekkert í rétta átt. Það eru völd auðhringanna og yfirstétta sem eru Þrándur í Götu þróunar. Friður: Það er vissulega ekkert eðlilegra en að þær, sem sjálfar bera lífið undir brjósti sér, — mæðurnar, — geri friðinn að hugsjón sinni. Yfirstéttir undir karlmannaforusm hafa nú um nokkur þúsund ár skapað miklar tækniframfarir í veröldinni, en um leið kom- ið heiminum á heljarþröm gereyðingar / stríði. Og nú eru voldugustu auðhringir hinna drottnandi auðvaldsríkja heims stærstu „kaupmenn dauðans" í veröldinni, mesti gróðavegur þeirra er einmitt vopnafram- leiðsla. Og þess má minnast í sambandi við 24. október, dag Sameinuðu þjóðanna, að einmitt þessi ríki hafa öll verið fordæmd þar fyrir innrásir í önnur lönd: Holland (vegna Indonesíu), Bretland og Frakkland (vegna árásar á Egyptaland 1956), svo ekki sé talað um Bandaríkin, morðvarginn frá Vietnam. Allt Natoríki, allt nýlenduríki forn og ný. Friðurinn, heimsfriðurinn, verður aðeins unninn og tryggður með sigri yfir voldugusm auðhringum heims, í barátm við allar til- hneigingar í hvaða þjóðfélögum heims sem er til að drottna yfir öðrum, segja öðmm þjóðum fyrir verkum. Baráttan fyrir friðnum, það er baráttan um valdið til að ákveða frið, baráttan fyrir að stjórna heiminum, að breyta heiminum. Það er stórpólitískasta barátta, sem til er. Þá baráttu þurfa konur heims vissulega að heyja með öllu því afli, allri þeirri fórnfýsi og ást, sem þær eiga til. Konur Islands mega, þegar þær taka upp þessa barátm í fullri alvöru, minnast þess, er Jóhannes úr Kötlum sagði í lok fyrirlest- urs þess, er birtist í síðasta hefti „Réttar", er hann lætur konuna benda karlinum sín- um út yfir öll ríkin og dýrðina svomælandi: „Þessi ríki og þessa dýrð læt ég þig ekki eyðileggja fyrir bömunum okkar." Það er mannlífið sjálft, framtíð mann- kynsins á jörðunni, sem átökin standa um. E. O. 215
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.