Réttur


Réttur - 01.10.1975, Síða 10

Réttur - 01.10.1975, Síða 10
Annað er þó öllu verra: Félögunum er skipt upp í einingar. Þú fær 25%, þú 20, þú 15 o.s.frv. og alltaf er bitinn í öfugu nlutfalli við þörfina. Hvar eru gömlu hug- tökin okkar ,,einn fyrir alla og allir fyrir einn“? Hvar er kyndillinn sem lýsti upp verkalýðshreyfinguna fyrr á árum þegar sjálfsagt var að sá sterki lyfti þeim veika? Hvar eru gömlu hugsjónirnar okk- ar? Vonandi liggja þær líka á borðinu næst þegar samið verður. Og á hverjum bitnar þetta verst? Á konunum auðvitað. Við verslunar- og skrifstofustörf hafa þær 73% af launum karla og verkakonan hefur 30 þúsund krónum minna í mánað- arkaup en verkamaður. Til þessa liggja ýmsar ástæður. Hér koma tvær: Konur eru varavinnuafl. Þær eru kallaðar til vinnu eða sendar heim eftir því sem hentar vinnuveitanda og það sem verst er: Eins og fram kom hjá konum í frystihúsum þá vinnur kona enn sama verk við sama borð og karl en þau eru í sitt hvorum launaflokki. Og svo er það sveitakonan. Henni eru ætlaðir 2 tímar á dag í vinnu við búið og kaupið er áætlað 175 þúsund krónur á ári eða öllu minna en þingmenn ætla sér á mánuði. Ég á ekki önnur orð um þetta en að það sé þjóðarskömm. Konur fá þessu ekki breytt fyrr en þær sækja sinn rétt og láta ekki fara svona með sig. Ég hef orðið þess vör að sumir karl- menn og fáeinar karlhollar konur halda að við þessar konur sem erum að halda fram skoðunum viljum reka karlmenn út í horn og svipta þá öllum völdum, jafnvel kyrrsetja þá í eldhúsi eða yfir börnum. Ekkert er fjær okkur en kúga karla. Við viljum jafnrétti. Hvorki meira né minna. Við þurfum að leysa flest ef ekki öll mál í félagi við karla. Okkur íslendingum ætti að vera þetta Ijóst þessa daga þegar við berjumst fyrir lífshagsmunum okkar, 200 mílna land- helginni. Þar verðum við öll að standa saman og ef hvergi brestur hlekkur erum við dæmd til að sigra. Við íslenskar konur, bárum gæfu til þess að verða fyrstar kvenna í heiminum til að ná samstöðu um þennan dag. Ég er stolt af því. En fleiri koma á eftir. Kon- an er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þeg- ar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ég vil, og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmál án vopna. Við viljum ekki byggja fangelsi heldur opna þau í hvaða landi sem er þar sem fangar eru lokaðir inni og kvald- ir vegna skoðana sinna. Við tökum undir við alþjóðafangahjálpina: ,,Kvöl þeirra er samviska vor.“ Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr. Vísindamenn í öllum heiminum segja heiminn á heljarþröm. Svo gálaut hefur verið gengið um jörðina, svo fast sótt í auðlindir hennar, svo miskunnarlaust eru náttúrulögmál brotin að mannkynið er að kafna úr mengun. Er ekki mál að linni? Nú gerast hlutirnir hratt. Ég trúi að eftir 10 ár hittumst við á Lækjartorgi mikið fleiri og þá verði sú stund komin þegar orð sem við sjáum nú í hyllingum eru orðin töm í talmáli. Orð eins og þau sem við göngum undir í dag: Jafnrétti — framþróun — friður. 218

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.