Réttur


Réttur - 01.10.1975, Síða 11

Réttur - 01.10.1975, Síða 11
Þriðja örlagastund aldarinnar? Yfirþyrmandi ógæfu afstýrt tvisvar - hvað nú? ísland hefur átt margar gifturikar stundir á þessari öld, þegar forsjá og viska góðra forustumanna og þroski og eining alþýðu hefur gert þjóðinni fært að stíga risaskref fram á við í atvinnuhátt- um og lífsafkomu. En þjóðin hefur lifað tvær örlagastund- ir á þessari öld eftir fullveldisviðurkenn- inguna 1918, þegar mjóu munaði að skammsýnir valdamenn ofurseldu auð- lindir landsins og yfirráðin yfir því í hend- ur útlends valds um langa framtið. Nú er framundan þriðja örlagastundin. Verður gifta þjóðarinnar slík að einnig takist að afstýra ógæfunni nú? I. Árið 1919 hafði allt virkjanlegt fossafl íslands að Soginu undanteknu, verið selt i hendur erlendra auðfélaga. Bændur, sem töldu sig „eiga“ fossana, höfðu ver- ið blekktir til að ,,selja“ þá. Um skeið lá við að meirihluti Alþingis væri orðinn sem viljalaust verkfæri í höndum fjár- glæframanna. En á síðustu stundu, á árinu 1923, tókst að hindra framgang þessa ófarnaðar. Var það að þakka árvekni manna eins og Bjarna frá Vogi, Jóns Þorlákssonar og Guðmundar Björnssonar landlæknis. Því á ísland nú enn sína fossa. II. 1. október 1945 fór Bandarikjastjórn fram á að fá sér afhent þrjú landsvæði á fslandi undir alger amerísk yfirráð í 99 ár: Hvalfjörð sem gífurlega flotahöfn, Skerjafjörð fyrir sjóflugvélar og Keflavík- urflugvöll fyrir flugherinn. fsland skyldi vera sem spennt byssa gagnvart rauðri Evrópu. ,,Og margir óttuðust að síðan ætti að stjórna okkar gamla landi frá þeirra nýja landi,“ sagði Ólafur Thors um ,,tilmæli“ þessi ári síðar. Auðdrottnar Bandarikjanna voru þá að hefja herferð sina til heimsvalda. — Heimska og grimmd, ofmetnaður valds og áfergja í auð soramörkuðu CIA og Pentagon i 30 ára köldu og heitu stríði. Borgarastéttir beygðu þjóðir sínar í duft- ið fyrir drottnurum þessum, mútur og marshallgjafir, heilagaldur og hótanir um- hverfðu ýmsum sjálfstæðum þjóðum í amerískar undirlægjur. „Aldrei voru til aumari drottnar né þægari þrælar“, var sagt um Rómaveldi forðum og sannaðist hér á Rómaveldi Ameríku og bandingjum þess. — En það var ekki alstaðar bara þægum þrælum að mæta: Heimsvaldaáformin amerísku hrundu í rúst fyrir hetjudáðir verkamanna og bænda í Vietnam 1975, er nutu stuðn- ings hinna sósialistísku afla heimsins. 219

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.