Réttur - 01.10.1975, Page 23
Bandarík j ast j órn
— verndari fasismans
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú
meir og meir tekiS aS sér þaS hlutverk
aS koma fasistum til valda í hinum ýmsu
löndum og tryggja þá síSan í sessi, hvaS
sem á gengur. VerkfæriS viS aS steypa
lýSræSisstjórnum er CIA — meS vitund
Bandaríkjaforseta. Þetta er nú sannaS og
játaS af ráSherrum frammi fyrir þing-
nefnd, var raunar ýmsum Ijóst áSur. En
Íslendingum er nauSsyn aS horfast í augu
viS þessa ógn af fullu raunsæi.
/.
Fasistinn Franco lét taka fimm stjórnar-
andstæðinga af lífi — án sannanna voru þeir
dæmdir til dauða. Flestar ríkisstjórnir Evrópu
mótmæltu, hin íslenska einna aumast.
En Bandaríkjastjórn gerði meira en að
þegja. Hún gerði samninga við Franco um
herstöðvar sér til handa á Spáni. — Hún
borgar vafalaust vel — og er auðvitað að
gera það til að vernda „lýðræðið”.
Blóðferill Francos, sem hófst með morði
á skáldinu mikla Frederico Garcia Lorca^ og
fleiri lýðveldissinnum er nú á enda, þar
sem hann sjálfur hefur nú loks drepist.
En hættan er að herforingjar hans, skjól-
stæðingar Bandaríkjastjórnar, hefji nýja
morðöldu á Spáni til að hindra að lýðræði
verði komið þar á.
II.
Þáttur Bandaríkjastjórnar í undirbúningi
valdaráns herforingjanna í Chile hefur nú
sannast til fulls með afhjúpunum á starfsemi
CIA þar, en þessi leyniþjónusta vinnur ill-
verkin erlendis með vitund forsetans.
Jafnframt er nú endanlega sannað hvernig
herinn myrti Salvadore Allende forseta. Það
gerðist nokkru eftir klukkan 2 þann 11. sept-
ember 1973 er herdeild undir forustu höfuðs-
mannsins Roberto Garrido réðst til inngöngu
í viðhafnarsal forsetahallarinnar. Það var
höfuðsmaðurinn sjálfur, er skaut forsetann til
bana. Blaðamaðurinn Robinson Rojas Sand-
231