Réttur - 01.10.1975, Page 24
ford hefur rannsakað þetta mál og náð ör-
uggum upplýsingum. Bók hans um það kem-
ur út í nóvember hjá útgáfufyrirtækinu
Harper & Row, New York.
Morðið á forsetanum var upphaf morð-
öldunnar: 6300 menn voru handteknir 12.
og 13. september og drepnir. Alls voru
1 5000 manns myrtir fyrstu 18 dagana, 6000
þar af í Santiago.
Síðan hafa fangelsanir, pyntingar og morð
haldið áfram í Chile undir yfirvernd Banda-
ríkjastjórnar, því af hennar náð sitja herfor-
ingjarnir við völd. Látum biskupa kaþólsku
kirkjunnar gefa nokkra mynd af pyntingun-
um og morðunum í fangabúðunum í Chile:
III.
Kardínálinn Rául Silva Henriques kallaði
í apríl sl. saman biskuparáðstefnu, til þess
að ræða skýrslu,2’ er nefnd, sem hann og
fleiri biskupar höfðu sett á stofn til að rann-
saga ástandið, hafði samið.
232