Réttur


Réttur - 01.10.1975, Síða 30

Réttur - 01.10.1975, Síða 30
Sylvia Pankhurst og Lenin 1920 Sylvia Pankhurst. Teikning I. Brodskys 1920. Eitt af því, sem vafalitið hefur stutt að því að efla þá réttindabaráttu kvenna, er vann sinn mikla sigur 24. október, er sýning myndarinnar „SAMAN VIÐ STONDUM" í sjónvarpinu. Sagan af hetjulegri réttindabaráttu hinna bresku ,,suffragetta“ hefur iljað margri konunni um hjartaræturnar og hvatt hana til dáða. Myndin endar þegar heimsstyrjöldin fyrri byrjar. Emmeline Pankhurst gerist þá ásamt Christabel dóttur sinni ákafur talsmaður breskrar heimsveldisstefnu, en Sylvia Pank- hurst fylkir sér í röð róttækasta verkalýðsins og talar gegn stríðinu. Emmeline varð svo síðar þingmaður breska íhaldsins, en Sylvia var alltaf yst til vinstri og skal nú nokkuð sagt frá barátm hennar. Sylvia var fædd 1882. Hin nánu tengsl, sem hún kom á, — eins og sást í myndinni — við bláfátækan verkalýðinn í East End (austurborg) Lundúna1’ leiddu til þess að hún stofnar ,,The Workers Socialist Feder- ation" (Sósíalistíska verkamannasambandið) og breytir blaði sínu „Woman’s Dread- nought" (bryndreki kvenna) í „Workers Dreadnought" (bryndreki verkamanna). Réð Sylvia þar raunverulega öllu og var í allri baráttu sinni framúrskarandi hugrökk. Barð- ist hún heitri baráttu fyrir byltingunni í Riiss- landi og hinu unga sovétlýðveldi svo og fyrir byltingarhreyfingunum í Evrópu. Meðal þeirra, sem töluðu á fundum þeim, er hún 238

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.