Réttur


Réttur - 01.10.1975, Síða 36

Réttur - 01.10.1975, Síða 36
Gramsci Togliatti Longo — og mótun leiðar til sósíalismans miðuð við stöð- ugt borgaralegt lýðræði þvi tímabær og leiðin fær. Þá er og nauðsynlegt að kynnast betur hugsuði þeim, er sjálfstæðast allra marxista hefur skilgreint forsendur og mótað þá leið hvað Vestur-Evrópu snertir, en það er ítalski kommúnistinn Gramsci. GRAMSCI OG KENNING HANS Antonio Gramsci var fæddur á Sardíníu 1891, nam við háskólann i Torino, gekk 1913 í ítalska Sósíalistaflokkinn. Verkalýðurinn í Torino var mjög róttækur og átti 1917 í hörðu höggi við her og lögreglu. Gramsci var eftir þann þardaga kosinn ritari sósialistafélagsins í borginni. 1. maí 1919 stofnaði hann vikuritið „Ordino Nuovo“ (,,nýr heimur"), 1920 kom til allsherjarverkfalls og 1921 var Kommúnistaflokkur Italíu stofnaður. Eitt ár (1922—23) dvaldi Gramsci í Sovétríkjunum og varð 1922 meðlimur í framkvæmdanefnd Alþjóðasam- bands kommúnista („Komintern"). Hann varð leið- togi ítalska kommúnistaflokksins og leiddi hann inn á þær þrautir, er síðan gerðu hann að voldugum flokki. Til þess að móta flokkinn þannig varð Gramsci að sigrast á einangrunarstefnu þeirri sem Bordiga hafði forustu fyrir. Óx nú flokkurinn og stæltist í baráttunni undir leiðsögn Gramscis. Á árinu 1925 er Gramsci kosinn á þing þrátt fyrir allar hótanir fasista, en þrátt fyrir friðhelgi sína er hann tekinn fastur 8. nóv. 1926 og eftir mikii réttarhöld dæmdur í 20 ára fangelsi 4. júní 1928. Hinn opinberi sækjandi fasistastjórnarinnar sagði í ákæruræðu sinni m.a.: ,,Það verður að gera þenn- an heila óstarfhæfap í tuttugu ár". Fasistunum var Ijóst við hvílikan mann þeir áttu. I fangelsinu var allt gert til þess að brjóta niður heilsu hans, lengst af var hann látinn vera einn og einangraður í klefa. Sjálfur gerði Gramsci í fang- elsinu allt hvað hann megnaði til þess að vinna gegn hinni markvísu eyðileggingu líkama hans. Hann skrifaði 218 bréf í fangelsinu, einkum til konu sinnar og mágkonu og til sona sinna tveggja, þann yngri, Julik, fékk hann aldrei að sjá, hann fæddist eftir fangelsun hans. En aðalrit hans, sem hann samdi í fangelsinu — og varð að skrifa mikið af því á einskonar dulmáli, svo það slyppi í gegnum ritskoðunina, — eru pólitískar hugleiðingar hans, er fylltu 2800 síður, er þær voru gefnar út. Gramsci þjáðist mjög i fangelsinu, hóstaði blóði og leið undir útslætti, þarmabólgu og fleiru. Það leikur grunur á að fasistarnir hafi flýtt fyrir dauða hans, því hann átti að verða frjáls 24. april 1937, af því fangelsistíminn hafði verið styttur reglum samkvæmt, — en 27. apríl 1937 dó hann. —- Gramsci hafði sagt í lok réttarhaldanna 1928, er 244

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.