Réttur - 01.10.1975, Page 41
Þá gefur þetta útgáfufyrirtæki út óhemju fjölda
af bókum um flestöll svið mannlegs lífs, aðeins
höfundanöfnin á ritunum i bókaskrá fyrirtækisins
eru yfir 300. Alls er bókum fyrirtækisins I skránni
skipt niður I 28 svið eða ólíka efnisflokka, þar af
eru t.d. um hugmyndafræði sósíalismans 103 rit.
En það er ekki aðeins með fjölmiðlum út á við
að flokkurinn býr fólkið undir að stjórna landinu.
Einnig er allri verkaskiptingu miðstjórnarinnar hag-
að með það fyrir augum að hinir ábyrgu forustu-
menn þekki hin ýmsu svið þjóðfélagsins sem og
flokksstarfsins. Seytján starfshópar starfa nú i
miðstjórninni.")
Þar að auki hefur miðstjórnin þrjár sérstakar
stofnanir, er einbeita sér að eftirfarandi málum:
Miðstöð fyrir rannsókn efnahagsmála og undir-
búningur að stefnumótun á því sviði, forseti Giorgio
Amendola.
Miðstöð til rannsóknar og framtaks á því sviði að
endurbæta ríkisvaldið; forseti: Pietro Ingrao.
Stofnun vegna stefnu i alþjóðamálum; forseti
G!an Carlo Pajetta.
Þá hefur miðstjórnin ennfremur fimm sérstakar
fastar nefndir fyrir sérstök starfssvið. Skal tveggja
þeirra getið hér:
Fyrsta nefnd sér um utanríkismál, samband við
aðra verklýðsflokka utan lands og innan sem og
þjóðfrelsisflokka. Forseti hennar er Tullio
Vecchietti.
önnur nefnd sér um þingið og aðrar lýðræðis-
stofnanir. Forseti hennar er Umberto Terracini.
Þannig mætti lengi rekja hve víðfeðma og vel
skipulögð öll starfsemi miðstjórnarinnar er.
Formaður þingflokks fulltrúadeildar er Aless-
andro Natta, en formaður þingflokks öldungadeild-
ar er Edoardo Perna.
Miðstjórnin sjálf er skipuð 170 mönnum og kýs
33 manna framkvæmdanefnd, en 9 manna stjórn
(„sekretariat") annast dagleg störf.
Þá er uppeldisstarfsemin heldur ekki vanrækt
og er hún mótuð mjög sjálfstætt og í anda um-
burðarlyndis við aðra sósíalista og tryggðar við
hugsjón sósíalismans:
Auk alls þess skólunarstarfs, sem fram fer á
vegum flokksins um land allt, eru tvær höfuðstöðv-
ar sitt með hvoru móti I Róm:
önnur er Gramsci-stofnunin, — l'lstítuto
Gramsci, rannsóknar- og vísindastofnun I fræðum
marxismans og sögu og kenningum flokksins og
verklýðshreyfingarinnar. Stofnunin er sjálfstæð
Hluti flokksskólans
stofnun. Margir of kunnustu prófessorum Italíu
I sögu, þjóðfélagsfræðum o. fl. sitja i stjórn henn-
ar. Kommúnistar eru fjölmennir I slíkum stofnunum.
Meðal þeirra er t.d. Giuliano Procacci, einn viður-
kenndasti prófessor I italskri sögu. (Nýlega kom
saga Italíu eftir hann út i Pelikan-kilju á ensku).
Við Gramsci-stofnunina starfa 12 fastráðnir fræði-
og vísindamenn. Leshringa-, fyrirlestra- og hvers-
konar önnur fræðslu- og rannsóknarstarfsemi et
rekin þar. Hið stóra bókasafn stofnunarinnar geym-
ir fjölda bóka og blaða, sem erfitt er annars að fá.
Gagnrýnar, skilgreinandi umræður um ýms vanda-
mál sósíaliskrar heimshreyfingar fara þar fram og
það er tekið á þeim málum af víðsýni og djörfung,
en ekki kreddufestu.
Hin stofnunin er aðal-flokksskólinn, nokkru utan
við Róm: Istituto Studi Comunisti. I fögru umhverfi,
við ágætar aðstæður, I sölum prýddum listaverkum
úr baráttusögu flokksins, þjóðfrelsis- og verklýðs-
hreyfingarinnar, fer hér fram sumar og vetur hvers-
konar kennsla I hinum ýmsu marxistisku fræðum
og um hin fjölbreytilegustu verksvið flokksins, allt
frá vikna leshringum og upp til einskonar háskóla-
náms.
Þannig mætti lengi rekja söguna um starfsemi
flokksins og skipulag og er þó hér aðeins rætt um
lítinn hluta af miðstjórnarstarfi, en ekkert um hið
almenna flokksstarf. Og skal nú staðar numið i
bráðina.
FORUSTA
Kommúnistaflokkur Italíu gerir siður en svo
nokkra kröfu til forustuhlutverks í heimshreyfingu
249