Réttur


Réttur - 01.10.1975, Side 49

Réttur - 01.10.1975, Side 49
enda úr læðingi skipana ,,að ofan". Hvað sósíal- iskan landbúnað snerti ,,var hvergi hlutast til um samvinnubúskap, ihlutun um hann var jafnvel ekki reynd." ,,Ef til vill er langófyrirleitnasta ákæra ,,Lærdóm- anna" og núverandi leiðtogahóps flokksins sú, að uppi hafi verið einhverjar áætlanir um að slíta Tékkóslóvakíu frá samfélagi annarra sósíalískra landa. Þetta hefur komið áróðursmönnum til að misnota kjörorð okkar um bandalag og samvinnu við Sovétríkin og önnur sósíalísk lönd. Þeir vekja meira að segja máls á þessu á ráðstefnum um bætta þjónustu sveitarstjórna, auka virkni I fram- leiðslunni eða tækniþróun iðnaðarins. Þessu er troðið svo I menn að hugir þeirra verða frásnúnir þessu grundvallaratriði utanríkisstefnu okkar. Sér þetta enginn? Ég held að þeir sjái það, en form- vafstur og sýndarmennska eru orðin svo sjálfsögð, að sé eitthvað sagt er hætta á ákæru um andróður móti Sovétríkjunum." ,,Nú eins og við samningu Framkvæmdaáætlunar- innar geri ég mér grein fyrir, — og ég er sann- færður um að aðrir fyrirsvarsmenn hinnar fyrri opinberu stefnu flokksins og rikisstjórnarinnar eru þar á sama máli —, að Tékkóslóvakíska sósíalíska lýðveldið getur ekki grundvallað stefnu sína á brottför úr samfélagi annarra sósíalískra ríkja; gagnstætt þessu þarfnast það nauðsynlega sam- vinnu við þau.einkanlega Sovétríkin.en þetta var, er og verður undirstaða utanríkisstefnu Tékkósló- vakíu. Þess vegna hafna ég harðlega hvers konar tilbúningi um tilraunir Tékkóslóvakíu til að draga sig út úr samfélagi sósíalískra landa og jafnframt hinni fölsku ákæru um andsovéska stefnu, sem beint er gegn mér og félögum mínum, en með þeim átti ég þátt í að skapa og reyndi að framkvæma skammtímastefnuskrá flokksins, ríkisstjórnarinnar og Þjóðfylkingarinnar frá þvi í janúar 1968. Við reyndum ekki að endurskoða utanrikisstefnu Tékkóslóvakíu, við börðumst fyrirauknu framtaki og jöfnuði í samskiptum landsins við önnur sósíal- ísk lönd, jafnframt því að varðveita rétt hvers aðila til að leysa innanlandsvandamál sín i sam- ræmi við þarfir þjóðfélagsins og vilja þjóðarinnar. Það er rétt að í Framkvæmdaáætuninni bentum við á nauðsyn þess að styðja framsækin og and- fasísk öfl, — einnig þau, er ekki eru kommúnisk —, i samskiptum okkar við Sambandslýðveldið Þýskaland. Ég dreg enga dul á það að við höfðum einnig í huga sósíaldemókrata, svo sem tilraunir Willy Brandt, til að koma á stefnubreytingu bæði innan lands og utan. Þessu var ekki vel tekið hjá framámönnum Alþýðulýðveldisins Þýskland é þeim tíma. Við höfðum einnig í huga samstarf við vinstri- sinnaða flokka, sem ekki eru kommúnistar." Dubcek segir ennfremur að því fari fjarri að hann kalli núverandi leiðtogahóp svikara, óvini sósialismans eða þ.u.l. eins og þessir leiðtogar kalli fyrirrennara sína. Hann álíti samt að þeir séu á rangri leið og afleiðingarnar séu þær að þeir skaði mjög skuldbindingar flokksins og ríkisins við bandamenn sína. Þá ræðir Dubcek um það hvaða hópar manna i Tékkóslóvakiu hafi orðið helst og mest fyrir barðinu á núverandi stefnu KT og rík- isstjórnarinnar vegna þess að þeir hafi ekki viljað samþykkja innrás Sovétríkjanna og fordæmingu á stefnu Dubceks og stuðningsmanna hans í innan- og utanrikismálum. Þá segir orðrétt: „Fyrirskipaður brottrekstur fjölmargra hæfra manna úr atvinnufyrirtækjum og menningarstofnun- um, sem hafa látið I Ijós og halda áfram að láta í Ijós skoðanir andstæðar leiðtogunum hefur þegar haft og mun í framtíðinni hafa óútreiknanlegt tjón í för með sér. Hinir skapandi menntamenn hafa einkum orðið hart úti; hendur þeirra sem geta stundað skapandi störf eru bundnar. Lífskjörum þeirra, sem á liðnum árum hafa sýnt hæfileika við að koma fram með skapandi verk tengd sósíalísku gildismati, er langmest ógnað. Gjarnan vildi ég hafa rangt fyrir mér þegar ég segi, að verkalýðs- stéttinni, langmikilvægasta hluta og að nafni til valdastétt þjóðfélagsins, finnst hún hafa misst sjálfstæði sitt. Hún hefur verið svpt því sem hún leit á sem framfarir og framþróun og hún hefur verið neydd til að taka sér aðra stöðu. Þátttaka verkalýðsins i opinberum málefnum, í stjórn rik- isins, hefur verið minnkuð i lágmark, að svo miklu leyti sem hún fyrirfinnst enn. Alvarlegustu afleið- ingu núverandi stjórnarstefnu tel ég vera þá stað- reynd, að þjóðin hefur verið svipt möguleikanum til að ræða flokksstefnuna óttalaust, þ.e. frjálslega, og þar með ákvarðanatekt í þjóðfélagsmálum. Ég neyðist því til að álykta að heppnast hafi að framkvæma núverandi stefnu flokksins, tekist hafi að eyðileggja félagsleg verðmæti en enginn sá vandi sem leiddi til kreppuástandsins í fiokknum og þjóðfélaginu á sjöunda áratugnum, — þ.e. ekki 257

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.