Réttur - 01.10.1975, Page 51
hefur að talsverðu leyti dregið úr skiljanlegum bit-
urleika mínum og efagirni áður fyrr."
„Þér hafið ðrugglega betri vitneskju um það en
ég i „einangrun" minni, hvort og að hve miklu
leyti tékkóslóvakíska vandamálið hafi flækt eða
geti enn flækt tilraunir i þá átt að ná samningum
um mikilsverð alþjóðamál og að hvaða leyti það
valdi erfiðleikum í alþjóðahreyfingu kommúnista
eða torveldi að fá bandamenn úr röðum sósíalista
og öðrum framsæknum hópum."
Grundvallarviðfangsefni sem hefði átt að leysa
fyrir fimm árum, ef sósíalisminn í jafn opnu landi og
Tékkóslóvakíu hefði átt að færa þjóðinni velmeg-
un að nýju í samræmi við samtímaaðstæður, hafa
ekki verið leyst eða leyst svo hægt að lausnirnar
hafa ekki orðið samstíga breytingum á ástandi í
alþjóðamálum og þörfum sósíalismans, sem af
þeim rísa. Þessi viðfangsefni eru: þróun raun-
verulegs sósíalísks lýðræðis, stöðugleiki rikisins,
sem hingað til hefur eingöngu verið tryggður með
valdbeitingu, eining flokksins og fjöldans, óform-
leg og vinsamleg sambönd við Sovétrikin og aðra
bandamenn, nýtískuleg stefnumörkun , þróun efna-
hagsmála, menningarmála og vísinda, frjáls þróun
einstaklingseinkennanna o.s.frv.
,,1 stað þess hafa timabundnar ráðstafanir orðið
að föstu kerfi. öfgamenn komu fram harðri stefnu
sem leiddi til stjórnmálalegs og borgaralegs mis-
réttis og sviptingu félagslegra réttinda hálfrar milj-
ónar kommúnista, til víðtækra lögregluaðgerða, til
brottrekstrar geysilegs fjölda hæfra og vel mennt-
aðra manna úr atvinnulífinu, embættiskerfi rikisins
og visinda- og menningarlifi, oft til „hakans og
skóflunnar." Þessi stefna hefur því miður ýtt undir
metorðastrit af versta tagi, undir yfirskyni sam-
þykkis alls sem gerst hefur. Þessari stefnu er
stöðugt haldið áfrarn, (margir fóru eftir grund-
vallarreglum en aðrir létu stjórnast af hefndar-
hug eða lönguninni til að halda stöðum sinum,
augsýnilega með þegjandi samþykki þeirra afla
sem hafa einnig lagt stein í götu núverandi stjórn-
málastefnu Sovétrikjanna). Á þessu ári voru enn
framkvæmdar hreinsanir á sumum vinnustöðum i
landi voru, ennþá eru óbreyttir starfsmenn sviptir
stöðum sinum, hundruð bóka hafa verið teknar úr
hillum bókasafnanna, — og jafnvel bækur
Aragons0' og Tsjekovs —, af því að þýðendurnir
höfðu verið reknir úr kommúnistaflokknum.
Allt þetta hefur haft og hefur enn alvarlegar
afleiðingar. Satt er að landið hefur verið sett undir
valdboð og það svo „algerlega" að hinn núver-
andi stöðugleiki er um of og ef til vill mjög hættu-
lega kominn undir valdi, miðstýringu og þrýstingi
félags- og embættisvalds.á meðan hlutverk raun-
verulegrar einingar þjóðarinnar og ríkisvaldsins,
flokksins og fjöldans, hlutverk sósialisks lýðræðis
er lítið. Ég held að Tékkóslóvakia sé að dragast
aftur úr vaxtarhraða og þörfum sósíalískra landa.
Menningarlif og visindastarfsemi hafa beðið alvar-
legan hnekki, enda hefur landið verið svipt mörg-
um skapandi starfskrafti. Mikill hluti almennings
hefur að visu látið undan, en er i ieynum hugans
í andstöðu við hana, en andstaðan er að visu
eins og samkvæmt erfðavenjum okkar,7' dulin, en
ákaflega uggvekjandi. Of margir grundvallarþættir
sósíalismans hafa verið hnepptir i fjötra formsins,
allt frá vinnukeppninni, en með henni verða verka-
menn oft að bæta fyrir villur æðri stjórnvalda i
stjórn og skipulagningu vinnunnar, til innra lífs
félagasamtaka og sjálfs kommúnistaflokksins. Þetta
snertir einnig sambandið við Sovétrikin, sem átti
sér sérstaklega djúpar og tilfinningabundnar rætur.
Þér eigið þess vart kost að gera yður i hugarluna,
hve gagnsýrð þau eru formsatriðum, sýndar-
mennsku og kaldrifjuðu metorðastriti og hvernig
allt verður að skipuleggja. Hundruð þúsunda heim-
sóttu hina stórkostlegu sýningu í tilefni af hálfrar
aldar afmæli Sovétsambandsins, en þetta tókst
aðeins með þvi að veita leyfi frá vinnu, afslátt af
farmiðum o.þ.u.l., sem veittu mönnum tækifæri til
að fara i jólakaupferð til Prag."
„Samtímis hefur sýnt sig að jafnvel hin erfiðustu
vandamál og flóknustu deilur má leysa eða að
minnsta kosti hafa stjórn á, ef viðkomandi aðilar
ganga til samninga af nógu góðum huga. Þess hlýt-
ur að vera kostur hjá kommúnistum varðandi sam-
skipti sósíalískra landa.
Sannfærður um þetta sný ég mér til yðar, félagi
Bresnjev, hverjar sem skoðanir yðar á Tékkósló-
slóvakiu kunna að vera."
„Ég bið yður að skilja að i núverandi aðstöðu
minni verð ég að hagnýta mér hvert tækifæri til
að fá nokkra vissu um að þetta bréf komist til
259