Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 54

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 54
til skiptis en Karl fitlaði drjúgur á svip við öskubakka á borðinu. Karl vissi hvað hann söng, hugsaði Jón og fann til óblandinnar virðingar fyrir Pétri, Karli og yfirleitt öllum mönnum sem voru menn. Mönnum sem voru nógu duglegir og vel gefnir til þess að koma sér áfram í lífinu og láta ekki troða sig undir. Sýndu mér vini þína og ég skal segja þér hver þú ert, sagði víst einhver spekingurinn og það var einmitt þetta sem hann meinti. Vinir finna oft ein- hvern styrk í því að vita hver af öðrum. Verst að konurnar skyldu ekki vera heima þar sem þær áttu að vera. Þá hefðu þeir getað hist hjá Geir sem var ógiftur, tekið símann úr sambandi, farið á ball og spáð í smáskvísur eins og stundum áður en það yrði ekkert af því úr þessu. Konurnar sætu yfir þeim þang- að til farið yrði heim. Við því væri ekkert að gera. — Hann gerir þetta einfaldlega svoleiðis, sagði hann og leit á Gunnar, að hann kaupir gamla bíla úti á nafni einhvers stráksins sem vinnur hjá honum, sendir síðan sama strákinn út með flugvél og lætur hann flytja bílinn með sér á skipi heim aftur og og segjast hafa notað hann úti. Svo lætur hann strák- ana á verkstæðinu sprauta þetta og pússa, selur þá sem nýja bíla en tekur sjálfur nýjan bíl í staðinn úr umboðinu. — Tollurinn? sagði Gunnar. — Sambönd, sagði Jón. — Helvíti, maður, sagði Sigurður í að- dáunartón. Hann Pétur er nú hreinn hryli- ingur. Þau sátu öll þögul. Menn setur oft hljóða þegar talað hefur verið um snillinga. Regnhryðjurnar komu þéttar á rúðurnar í stofuglugganum. Það blikaði af bílljósum öðru hvoru og það var yndislegt að sitja inni í svona hlýju og notalegu húsi, vita ekki aí neinu nema sér og vinum sínum og þessu yndislega húsi sem hlífði þeim fyrir kulda og dimmu. Kona Jóns dró fyrir gluggann. — Viljið þið hlusta á plötu á meðan ég læt koma með snitturnar? Hún gekk liðugum skrefum að grammo- fónsborðinu, tók út nokkrar plötur ok kall- aði til hinna. — Mahavisnú? Savage Rose? Osí Bissa? Ha? How do you like that? Það sáust engin svipbrigði. Þau vissu öll að þau voru á hálum ís á þessu andartaki. Karl leit íhugandi upp í loftið. — Áttu ekki fimmlandíu eða Níundu sin- fóníuna? sagði hann virðulega. — Við höfum ekki haft áhuga á að kaupa neitt með þeim, sagði kona Jóns, svolítið háðsk. Þú verður víst að vera án þess. Hún vissi að nú hafði hún hent spjótið á lofti, sent það aftur og ekkert þeirra kæmist nokk- urntíma að því að hún vissi ekki hvaða hljóm- sveitir þetta voru. Viljið þið kannski heldur hlusta á gamlar Bítlaplötur eða bara dinner- músikk — In der Bar Internationale? — Já, spilaðu hana bara, sagði kona Karls og allir kinkuðu kolli. Kokkteillinn var búinn og kona Jóns sveif fram til að láta koma með snitturnar, In der Bar Internationale fyllti stofurnar, snitturn- ar komu, áttatíu talsins, stungnar í gegn með beittum plastsverðum og rauðvín í háum glösum. Þá gerðist það þegar þau voru ný- byrjuð að borða. Það var barið og öskrað. Bjöllunni ekki hringt heldur barið ofsalega á útidyrnar og öskrað. Gunnari svelgdist á rauðvíninu, það fruss- aðist yfir snitturnar fyrir framan hann og litaði eins og blóð allt sem fyrir varð. Karl var að borða rækjusnittu. Hann hætti að tyggja með opinn munn. Rækjurnar skriðu milli tannanna og á tungunni í sjó af mayon- 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.